Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

sunnudagur, ágúst 31, 2008

Bring out the gimpStephen Hibbert lék hið ógleymanlega 'Gimp' í "Pulp Fiction".Hann var áður giftur leikkonunni Juliu Sweeney sem lék í "Saturday Night Live" og skapaði þar kynlausu persónuna 'Pat'. Þau hjónin gerðu svo í kjölfarið kvikmyndina "It's Pat" sem er í 99. sæti yfir 100 verstu myndir allra tíma að mati kjósenda imdb.com.Dr. Julius Hibbert, læknirinn í "The Simpsons" er skírður í höfuðið á þeim hjónum Juliu og Stephen.

laugardagur, ágúst 30, 2008

Falleg fyrirsögn

Þessi fyrirsögn á dv.is er æðisleg:

Kókaín í endaþarmi og kannabis á busaballi


Hún er eitthvað svo ljóðræn og fallega stuðluð.

föstudagur, ágúst 29, 2008

Heitur Teitur?

Wannabe intellektúalinn Teitur Atlason gegnir sama hlutverki fyrir Jónas Kristjánsson og Ágúst Borgþór gegnir fyrir Egil Helgason.

Þó ég sé sammála mörgu sem maðurinn segir er stundum óþolandi að lesa hann. Ég fyrirgef mörgum málfars- og stafsetningarvillur en þoli illa þegar fólk setur ekki punkt í lok setninga og hefur ekki setningar með stórum staf. Svo er ég ekki hrifinn af ofnotkun feitletranna. Teitur er ólíkur StebbaFr að því leiti að hann setur fram sjálfstæðar og oft vel ígrundaðar skoðanir á meðan Stebbi umritar fréttir. En Teiti er það tamt að umrita sínar eigin færslur og setja inn átján stykki í röð um nákvæmlega sama efnið.

Annars fíla ég lúkkið á síðunni hans og óska Jónasi til hamingju með þennan nýjasta taglhnýting sinn.

fimmtudagur, ágúst 28, 2008

DauðadrátturÍ íþróttafréttum áðan var greint frá því að í dag var dregið í riðla í meistaradeildinni. Fréttamaðurinn kallaði sterkasta riðilinn dauðariðil.

Dauðariðill gæti líka þýtt náriðill - sá sem ríður dauðum. Semsagt, þú getur fengið drátt og lent í dauðariðli.

Necrófílía og íþróttafréttamenn er skemmtileg blanda.

miðvikudagur, ágúst 27, 2008

Typpi
Á vísindavefnum er áhugaverð grein um umskurð karla. Þar er meðal annars þessu klausa:

Rök foreldra sem ákveða að láta umskera son sinn snúast yfirleitt um trú, hefðir eða tilfinningar, og á vesturhveli eru það langoftast tilfinningarnar sem ráða ferðinni. Til að mynda vill faðirinn oft að sonurinn hafi eins typpi og hann.


Hmmm... vill faðirinn að sonurinn hafi eins typpi hann!? Þetta þykir mér dálítið skrýtið. Pabbi minn hefur að minnsta kosti aldrei talað sérstaklega um líkindi typpa okkar.

Á vefnum kemur einnig fram að 60% bandarískra sveinbarna séu umskornir enn þann dag í dag. Djöfull er kaninn heimskur.

Kenny G. og Michael Bolton
Hvorum ætti að lóga fyrst?

þriðjudagur, ágúst 26, 2008

Heimkoma

Ég held að það séu töluverðar líkur á því að Paul fái að ríða í kvöld.

sunnudagur, ágúst 24, 2008

Býður við býfumÞetta gerði útslagið. Það er ekki nóg með það að ég þurfi að hanga aleinn og yfirgefinn í vinnunni á menningarnótt og það á fokking Hellu! Dagurinn er gjörsamlega ónýtur. Og á svona skítadegi þá þarf Guttesen að sýna þessa viðbjóðslegu mynd af úldnum býfum sínum og láta mig missa matarlystina.

Kristian, ég mun aldrei lesa stakan staf eftir þig framar.

laugardagur, ágúst 23, 2008

Mannslát(run)

Ef þú stútar einhverjum í ammrískum glæpaþáttum, þá er best að vera dæmdur fyrir manslaughter. Það þýðir víst að þú drapst einhvern óvart.

Manslaughter eða mannslátrun er sérstakt orð. Einhvernveginn finnst mér hæpið að einhver slátri einhverjum alveg óvart.

Algert hneyksli

Þetta er sláandi frétt á dv.is. Hún er svohljóðandi:

Geðfatlaður fer í fangelsi

Jónas Gunnarsson var dæmdur til að greiða 185 þúsund króna sakarkostnað sem hann má ekki borga. Hann verður að sitja sektina af sér innan veggja fangelsisins.

Jónas var dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að hafa í tvígang stolið sér til matar í febrúar síðastliðnum. Jónas stal meðal annars bollasúpu sem kostaði 250 krónur í 10-11. Hann er sviptur fjárræði og sjálfræði og hefur átt við geðræn vandamál að stríða um langt skeið.


Það er náttúrulega algert hneyksli að bollasúpan sé komin upp í 250 kall! Ég á ekki orð.

miðvikudagur, ágúst 20, 2008

Stílbrot öfgasinnaða þjóðernissinnans

Viðar Gudjohnsen samþykkti beiðni mína um að gerast vinur minn á feisbúkk. Ég skoðaði prófælinn hans girndaraugum og bjóst við að finna eitthvað safaríkt. Mér varð heldur betur að ósk minni. Þegar ég renndi yfir status-öppdeitin hjá honum kom eftirfarandi í ljós:

Vidar is enjoying his nationality. 2:55pm

Vidar is proud of his nationality. 10:35pm

Vidar er að hlusta á ABBA. 8:26pm


Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta dálítið krípí.

Eins rödd?
Er það vitleysa í mér eða eru Vilhjálmur Egilsson og Steingrímur Hermannsson með nákvæmlega eins rödd?

mánudagur, ágúst 18, 2008

Gáfaðasta fólk í heimi

Þetta er áhugaverður listi yfir "the 100 most important living public intellectuals".

Það kemur ekki á óvart að Chomsky sé á toppnum. Hins vegar kemur á óvart að á listanum eru aðeins átta konur. Naomi Klein er efst þeirra í ellefta sæti. Zizek er í 23. sæti - hélt að hann yrði ofar. Svo er óskiljanlegt að Paul Wolfowitz sé yfir höfuð á listanum. Hann er í 19. sæti, ofar t.d. Fukuyama, Coetzee og Júlíu Kristevu.

Jesús Jólafasta

Nú stendur yfir leikur Ísland og Egyptalands á Ólympíuleikunum. Einn besti leikmaður Egypta heitir Mohamed Ramadan.

Ætli Jesús Jólafasta muni einhvern tímann leika fyrir íslenska landsliðið?

sunnudagur, ágúst 17, 2008

Ástþór Magnússon

Þetta er stórkostleg lesning. Það er alltaf jafn gaman af því þegar menn skrifa sjálfir um sig á wikipedíu. Ástþór skrifar meðal annars þetta:

Ástþór Magnússon stofnaði samtökin Frið 2000 árið 1995 eftir að hafa orðið fyrir andlegri hugljómun árið 1994, þá liðlega fertugur að aldri.

Það má með sanni segja að 'enginn er spámaður í sínu heimlandi' um Ástþór Magnússon, því hann varð fyrir miklu mótlæti á Íslandi eftir að samtökin hófu starfsemi og byrjuðu að kynna hugsjónina um Ísland sem fyrirmynd annarra landa í friðarmálum.

Hugmyndir Ástþórs áttu á þeim tíma ekki upp á pallborðið hjá æðstu stjórnendum þjóðarinnar sem vildu kveða í kútinn óþægileg mótmæli Ástþórs og Friðar 2000 gegn undirlægjuhætti þeirra við ógnvænlega stríðsæsingastefnu Bandaríkjanna. Ástþór hefur ítrekað verið sannspár um hættuna af þessari stefnu og spáði m.a. fyrir um hryðjuverkin 11. September 2001 í sjónvarpsviðtali á Stöð2 mörgum mánuðum áður en það gerðist.

Þrátt fyrir að hafa verið nær lagður í einelti með rógburði í fjölmiðlum, fjáröflunarstarfi lokað með ólögmætum hætti, handtekinn og settur í fangelsi fyrir það eitt að vara við augljósri hættu á hryðjuverkum gegn Íslenskum flugfélögum ef þau yrðu notuð til vopnaflutninga til Mið Austurlanda eins ríkisstjórnin ætlaði að gera þar til Ástþór flautaði á málið, hefur Ástþór verið trúr sinni hugsjón og haldið ótrauður áfram.

Faggi

Þegar ég var lítill voru hommar kallaðir faggar. Það heyrist ekki lengur.

Britney puttar Paris í rassgatið - myndir

Og Lindsay horfir ábúðarfull á...

Þessi færsla er bara fyrir þig, elsku Tinna mín.

Luv, brói.

föstudagur, ágúst 15, 2008

Pólitík

Pólitíkin er undarleg tík. Þessa dagana finnst mér hún samt meiri kunta en tík.

Svarthöfði

Svarthöfði dagsins fær tvö rokkstig fyrir pistilinn sinn í dag. Þar segir meðal annars:

Annars virðist ekkert athugavert við að vanhæft fólk komist til áhrifa í borginni. Listinn er orðinn langur og nú er trésmiðurinn Óskar Bergsson skyndilega orðinn annar valdamesti maður borgarinnar, eftir að hafa verið jarðaður af Kuta-Birni Inga í prófkjöri. Óskar er dæmigerður annars flokks stjórnmálamaður sem kemst áfram á því einu að hanga nógu lengi inni en bar gæfu til þess að velja sér Framsóknarflokkinn sem vettvang en sá flokkur hefur reynst þessari manngerð einstaklega heilladrjúgur í gegnum tíðina. Enda leitun að jafn fjölmennri hjörð meðalmenna og fyrirfinnst í þeim flokki.

miðvikudagur, ágúst 13, 2008

Stuðningsyfirlýsing

Ég lýsi hér með yfir fullum stuðningi við þetta blogg. Mér finnst dd æðisleg.

Ég bíð spenntur eftir því að hún taki fyrir íslensk celeb.

Svo finnst mér að StebbiValdi sé ágætlega geymdur í Noregi.

Hvar er Selfoss?

Ég veit hvar hnakkabærinn Selfoss er, en hvar er þessi foss sem hann er kenndur við? Er mikið af selum þar?

þriðjudagur, ágúst 12, 2008

Farinn

Ég hef ákveðið að kveðja Skerið um hríð. Ætlaði að kaupa mér flugmiða 11. september en hann var svo andskoti dýr svo ég fer þann 13.

Það kemur kannski ekki mörgum á óvart að áfangastaðurinn er Kaupmannahöfn. Mig dreymir um að fá útborgað í öðrum krónum en íslenskum og kaupa ódýran mat og bjór.

Ég kem í bæinn í byrjun næsta mánaðar svo þið Reykjvíkurrottur hafið tæpar tvær vikur til að hitta mig og kyssa og knúsa.

laugardagur, ágúst 09, 2008

Ljóð á mjólkurfernu

Hvað er að vera ég?

Að vera ég er eins og að vera
sólin fyrir ofan fjöllin.
Að vera ég er eins og að vera
skjærasta stjarnan á himnum.

Að vera ég er eins og að vera
rauðasta rósin í beðinu.
Að vera ég er eins og að vera
fallegasti hesturinn í stóðinu.


Það er ekkert annað.

Skólakrakkar semja þessi ljóð. Maður mætti ætla að Kári Egilsson hafi samið þetta - ef honum kippir í kynið.

Glæsileg en fallin

Ég fékk samúðarverk í hnéð þegar Ragna Ingólfsdóttir sneri upp á fótinn á sér og varð að hætta keppni á Ólympíuleikunum nú rétt áðan.

En mér er skítsama þótt hún hefði hvort eð er skíttapað. Það er bara svo gaman að fylgjast með henni, hún er svo þokkafull og glæsileg.

Ég vona innilega að hún hafi ekki meitt sig og ég verð að segja að þessi fyrrverandi skólasysitir mín var MS (og þjóðinni) til sóma í nótt.

föstudagur, ágúst 08, 2008

Bónorð

Samkvæmt DV er StebbiFr með 2.923 kr. í mánaðarlaun. Ég ætla að biðja hann að giftast mér svo ég geti nýtt mér persónuafsláttinn hans.

fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Hátíð í Krossinum
Krakkarnir slá á létta strengi undir Davíðsstjörnunni í Krossinum.

Ég hef aldrei almennilega skilið af hverju kristnir vestrænir trúarnöttarar þrá það heitast að vera taglhnýtingar gyðinga. Mér finnst þeir eiga meira sameiginlegt með strangtrúuðum afturhaldssinnuðum kaþólikkum.

Annars óska ég hommahöturunum í Krossinum til hamingju með Hinsegin daga.

Líkingar

Þessa stundina er ég að brjóta saman þvott og horfa á Val spila gegn Fylki á Stöð 2 Sport. Nú er hálfleikur.

Íþróttafréttamaðurinn Hörður Magnússon sagði í lýsingunni að Valsmenn væru stálheppnir en jafnframt öskufljótir.

Ekki vissi ég að stál væri heppnara en aðrir málmar. Síðan hefur mér aldrei fundist aska neitt sérstaklega fljót.


 

Powered by Blogger