Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

fimmtudagur, desember 10, 2009

Sektarkennd

Hann fann fyrir örlitlum sting þegar hann pissaði um moguninn. Líklega stafaði það af því að hann hafði sofið með uppbretta forhúð sem hann gerði alla jafna ekki. Venjulega eftir ríðingar þá renndi hann forhúðinni upp áður en hann fór að sofa. Þannig hafði það alltaf verið því hann var ekki umskorinn og því var kóngurinn viðkvæmur fyrir áreiti.

Þegar hann var búinn að pissa þá renndi hann forhúðinni aftur upp á kónginn með erfiðismun. Hann var þurr og hrjúfur viðkomu. Þó þetta væri sárt þá bætti það úr sök að kóngurinn var dofinn eftir að hafa sofið berskjaldaður á snjáðum bómullarrúmfötunum.

Hún var enn sofandi þegar hann kom af klósettinu inn í herbergið. Klukkan var ekki nema átta um morguninn og hann fann að hann var enn örlítið drukkinn. Hann klæddi sig í náttbuxurnar, settist í hægindastólinni sinn og kveikti sér í sígarettu. Hún rumskaði ekki. Annaðhvort var hún sofandi eða þóttist sofa. Hann gat ekki gert upp við sig hvort hún var að þykjast eða ekki. Á borðinu við hliðina á hægindastólnum stóð óopnaður bjór. Eitt augnablik velti hann því fyrir sér hvort að hann ætti að takast á við þynnkuna sem var í vændum eða að eða nota hinu einu sönnu forvörn, afréttarann. Hann var ekki vanur því að bjóða fólki birginn, hvað þá þynnkunni.

Þessar mínútur sem hann sat og reykti fyrstu sígarettu dagsins, með dofinn tittlinginn, velti hann fyrir sér atburðum gærkvöldsins. Í fyrstu mundi hann brot út samtölum, barinn sem hann var á og svo lyktina. Þessa megnu reykingarlykt sem myndast á börum á föstudagskvöldum þegar allir keðjureykja. Líka fólkið sem reykir ekki alla jafna. Hann mundi eftir að hafa kastað upp á salerninu eftir að hafa drukkið tekílastaup, þvegið sér í framan og farið beint aftur á barinn og pantað sér annan bjór.

Smám saman pússlaði hann saman meginatburðum næturinnar í skikkanlega tímaröð. Hann mundi óþægilega vel eftir göngunni heim með stelpunni sem nú lá sofandi, eða ekki, í rúminu fyrir framan hann. Þó mundi hann varla eftir samförunum sjálfum. Einhvernveginn vissi hann að hún átti ekki heima þar, hvorki í eiginlegum né óeiginlegum skilningi enda þótt hún hefði verið viljug og hann hafi ekki þurft mikla fagurgala eða sannfæringakraft til að fá hana inn á herbergið með sér. Þetta var ljótt, vont og illt. Hann vissi vel að hún átti barn og eiginmann sem voru á Íslandi í heimsókn.

Við þessar hugrenningar brann sígarettan út og hann tók hennar hinsta smók. Bjórinn á borðinu var volgur og óaðlaðandi. Hann vissi að hann átti nokkra kalda bjóra inni í eldhúsi en hann hætti sér varla þangað. En fokkitt. Hann tiplaði á tánum framhjá rúminu þar sem stelpan þóttist sofa, því hann vissi að fólk sefur aldrei á ókunnugum stöðum án þess að hafa örlitla meðvitund, greip varlega í hurðarhúninn og opnaði hurðina með jöfnu átaki og brosti, því nýlega hafði hann smurt hjarirnar með WD-40 því í þeim ískraði. Á leiðinni inn ganginn fann hann sjampólykt úr einu herberginu, ilm af reykelsi úr öðru og svitalykt úr því þriðja. Þegar hann renndi lyklinum inn í skráargatið í sameiginlega eldhúsinu á stúdentagörðunum óskaði hann sér að enginn væri þar inni. Sérstaklega enginn með ilmandi nýþvegið hár að borða múslí með ferskum, nýskornum ávöxtum og heilbrigt bros. Hann óskaði sér að hann fengi bara að vera í friði frá hvunndeginum. Hann var í náttbuxum, bol sem angaði af tóbaksreyk og með stóra bauga, á leið inn í sameiginlegt eldhús á laugardagsmorgni klukkan átta að ná sér í bjór vegna þess að hann nennti ekki að horfast í augu við raunveruleikann.

Sem betur fer var eldhúsið mannlaust. Inni í hans hillu í ísskápnum lágu sex bjórar á hliðinni. Hann tók þrjá þeirra út og skrúfaði svo frá krananum, tók klakabox úr frystinum, setti nokkra klaka í glas og fyllti með vatni. Því næst setti hann bjór í sitthvorn rassvasann á náttbuxunum og hélt á vatnsglasinu og síðasta bjórnum í höndunum á leið inn í herbergið sitt.

Hann kom eins hljóðlega inn í herbergið og hann fór úr því og þakkaði enn og aftur fyrir að gangurinn var mannlaus. Vatnsglasið lagði hann á borðið við hliðina á rúmin og við hliðina á því setti hann spjald með verkjatöflum. Svo lét hann sig síga í hægindastólinn og opnaði bjórflöskuna varlega með kveikjaranum áður en hann tendraði aðra sígarettu. Hún virtist ekki rumska.

Bjórinn gekk vel niður enda var hann ískaldur. Hann minntist fyrsta afréttara síns. Þá var hann sextán ára, ný orðinn lögráða, á Þjóðhátíð í Eyjum. Þar var hann með vinum sínum sem voru nokkrum árum eldri og hann dáðist af þeim meðan þeir svolgruðu í sig volgum bjórnum, daginn eftir fyrsta kvöld hátíðarinnar, meðan hann kúgaðist við hvern sopa. En hann lét það ekki á sig fá og kláraði bjórinn og fékk sér annan til. Þá áttaði hann sig á möguleikum afréttarans. Það var eins og að mórall gærkvöldsins hyrfi meir og meir með hverjum sopanum og möguleikar komandi kvölds opnuðust í sama hlutfalli. Akkúrat þannig leið honum nú. Hann ákvað að hætta að pæla og láta hugann reika.

Hann hugsaði um konuna sem sá Jesú á ristaðri brauðsneið og bauð hana upp á e-bay; konuna sem skar typpið af manninum sínum eftir að hann nauðgaði henni og hún henti því út í buskann, aðeins svo það fyndist aftur og yrði saumað á hann svo hann gæti orðið klámmyndastjarna; Jósef Frizl; Adolf Hitler; morðið á Guðmundi Kamban og Júróvisjón. Hugrenningarnar sem verða til þegar þynnkan og afréttarinn mætast á miðri leið eru yfirleitt óhlutbundnar.

Þegar hann var hálfnaður á næsta bjór nuddaði hjásvæfan stírurnar úr augunum, dró sængina yfir ber brjóstin og bauð góðan daginn. Þegar hún sá hélað vatnsglasið brosti hún, tók tvær verkjapillur úr spjaldinu og kyngdi þeim með gúlsopa. Því næst fálmaði hún í rúminu eftir nærbuxunum sínum og fór í þær undir sænginni áður en hún bað hann um sígarettu sem hann gaf henni fúslega. Þau brostu hvert til annars en sögðu fátt. Til að létta andrúmsloftið setti hann músík á fóninn meðan hún afsakaði sig á klósettið. Í millitíðinni kláraði hann úr öðrum bjórnum og opnaði þann þriðja. Þegar hún kom aftur inn í herbergið sá hann hana standa fyrir framan sig í engu öðru en litlum nærbuxum. Hún hafði gullfallegan líkama enda þótt hún væri móðir, en brjóstin voru nokkuð sigin. Hún spurði hann hvort hann væri byrjaður að drekka aftur og hann játti því með skömmustusvip og spurði, meira í gríni en í alvöru, hvort hún vildi ekki bjór. Honum til mikillar undrunar sagði hún já og útskýrði að kallinn og barnið kæmu ekki til baka fyrr en í næstu viku, hún væri frjáls þangað til. Hann fór aftur inn í eldhús og sótt hina þrjá bjórana.

Þegar hún var búin með hálfan bjór var hann orðinn ölvaður. Þau sátu saman í hinum mestu makindum, hún á rúmbríkinni og hann í hægindastólnum og spjölluðu um gærköldið og luku við hálfkláruð samtöl gærkvöldsins þegar hún tjáði honum að samtöl væru ekki það eina hálfkláraða við gærkvöldið. Hann hefði eiginlega verið of fullur til að ríða lengi og því drapst hann áfengisdauða skömmu eftir að ríðingarnar hófust. Hann seig upp úr hægindastólnum og þegar hann lagðist við hlið hennar í rúminu fann hann fyrir því að hann hafði aftur fengið tilfinningu í tittlinginn.

Hann kvaddi hana með engu öðru en píku fulla af brundi, fyrirheitum um komandi kvöld og ósannfærandi kossi áður en hann fór á klósettið og fann þá fyrir enn meiri sting í þvarásinni og bölvaði fyrrverandi hjásvæfum í hljóði. Einn í framandi landi með ókunnri stelpu og ókunnan sting í þvagrásinni.

miðvikudagur, nóvember 11, 2009

Ljósabekkir bannaðir fyrir árið 2027?

Ljósabekkir verði bannaðir innan átján.

miðvikudagur, nóvember 04, 2009

Þetta...

... er bara fyrir þig Aggi minn!

laugardagur, febrúar 21, 2009

Getraun - hverjir eru thessir thrifarar?





sunnudagur, desember 28, 2008

Rassgat i beinni

Tvöfaldur benzin i cola

Óþolinmóði embættismaðurinn



Sjö námsmenn erlendis fá neyðarlán, um 100 umsóknum var vísað frá. Þeir sem fengu lánin eru einungis þeir sem hafa aðrar tekjur en sjálf námslánin sem hafa skerst. Semsagt, þeir sem lifa á námslánunum einum saman eiga ekki möguleika á því að fá neyðarlán - aðeins þeir sem hafa einhvers konar bætur eða aðrar tekjur.

Klámbúllufastagesturinn og bæjarstjórinn íturvaxni, Gunnar I. Birgisson, er stjórnarformaður LÍN. Ég vona að næst þegar hann fellur í trans hjá nafna okkar í Krossinum frelsist hann frá þeim illu árum sem andsetja hann og hann finni jólaandann.

Ætli bæjarstjórinn sé mjög óþolinmóður þegar erlendu dansmeyjarnar glenna klofið framan í hann?

fimmtudagur, desember 25, 2008

Easy Rider

Ég vaknaði glaður í morgun eftir epískt aðfangadagskvöld í Kristjaníu. Þar sem þetta er letidagur ákvað ég að seilast í box með 100 dvd-diskum sem félagi minn lánaði mér. Easy Rider varð fyrir valinu. Þegar ég sá atriðið þar sem Jack Nicholson fær sér fyrsta sopa dagsins ákvað ég að fara inn í eldhús og ná mér í ískaldan jólabjór.

Gleðilegt jólafrí öll saman og munið orð skáldsins Páls Ólafssonar:

Betra er en bænargjörð,
brennivín að morgni dags.

Hér er hið eftirminnilega atriði:

mánudagur, desember 22, 2008

Rannsóknarefni

Það verður mjög áhugavert að skoða hjá Þjóðskrá eftir eitt ár hversu mörg sveinbörn verða skýrð Jón Ásgeir og Björgólfur á árinu 2009.

föstudagur, desember 12, 2008

Alvarlegur

miðvikudagur, desember 10, 2008

Smáauglýsing

Ath! Allir tilvonandi gjaldþrota flatskjáreigendur.

Rafmagn og hiti til leigu.
Íbúð ekki innifalin.

Áhugasamir sendi umsókn á postur@for.stjr.is
Frekari upplýsingar á stjr.is


Stjórn Íbúðarlánahússjóðsins

laugardagur, desember 06, 2008

Tígrisdýr

laugardagur, nóvember 01, 2008

Arngrímur á afmæli!

Minn kæri vinur Arngrímur Vídalín á afmæli í dag. Þar sem ég er ekki á landinu treysti ég því að vinir mínirJón Örn Loðmfjörð og Oddur Sigurjónsson geri honum glaðan dag.

miðvikudagur, október 29, 2008

Brandari bókmenntafræðingsins

EXISTA í tilvistarkreppu.

sunnudagur, október 26, 2008

Fokking fáninn

Ég hvet til brota á heimskulegum fánalögum!

Þetta er gott pönk:



Væri ekki tilvalið að kasta þessum á bálið í leiðinni:

fimmtudagur, október 16, 2008

Ertu ekki að fokking kidda mig?

Operation Einstein!!!

Það litla álit sem maður hafði á löggunni er nú orðið að engu. Kommon! Operation Einstein!? Give me a break.


 

Powered by Blogger