Algert hneyksli
Þetta er sláandi frétt á dv.is. Hún er svohljóðandi:
Geðfatlaður fer í fangelsi
Jónas Gunnarsson var dæmdur til að greiða 185 þúsund króna sakarkostnað sem hann má ekki borga. Hann verður að sitja sektina af sér innan veggja fangelsisins.
Jónas var dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að hafa í tvígang stolið sér til matar í febrúar síðastliðnum. Jónas stal meðal annars bollasúpu sem kostaði 250 krónur í 10-11. Hann er sviptur fjárræði og sjálfræði og hefur átt við geðræn vandamál að stríða um langt skeið.
Það er náttúrulega algert hneyksli að bollasúpan sé komin upp í 250 kall! Ég á ekki orð.