Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Hamartá

Ég var að lesa í merkri bók sem ég vinn við að laga, að táin sem er næst stórutánni væri kölluð hamartá (e. hammertoe), tá sem er stöðugt kreppt um fremri kjúkuliðinn og stundum um báða. Ég hafði nú alltaf kallað þessa tá vísitá, eða eins og vinur minn sagði: "Ég kalla þetta nú bara tána við hliðina á stórutánni". Svona er mannslíkaminn ótrúlegt fyrirbæri.

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Snilld

Ég fann einhverja bloggsíðu þar sem gaurinn endurraðar stöfum úr orðum eða setningum og fær út eitthvað allt annað og stundum fyndið. T.d.:

MOTHER IN LAW
endurraðast sem
WOMAN HITLER

og margt annað sekmmtilegt sést hér.

Fangi eða fengur?

Orðið kvonfang truflar mig. Það er frekar gildishlaðið. Mér finnst eins og konan sé þá fangi mannsins. Orðið fengur er samt jákvætt en komið af sögninnin að fanga sem er ekkert mjög aðlaðandi.

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Busen

Hvenær kemur þetta nýja leiðarkerfi Strætó eiginlega. Ég er orðinn hundleiður á því sem nú er í gangi. Las reyndar á heimasíðu Strætó að stofnleiðirnar 6 sem teknar verða í notkun myndu aka á tíu mínútna fresti á álagstímum. Það finnst mér vera til bóta. Svo á að auka forgang vagnanna í umferðinni á álagstímum. Það er alltof lítið að því hér og vonar maður því að umferðarmenningin batni í kjölfarið. En kerfið verður ekki tekið í notkun fyrr en búið er að gera breytingar við Hlemm. Hann verður bókað rifinn! Og svo þegar þessar blessuðu framkvæmdir við færslu Hringbrautar líkur þá fer að sjá fyrir endann á þessu öllu saman. Ég vona að samgöngur milli Reykjavíkur og Kópavos, Garðabæjar og Hafnafjarðar eigi eftir að batna. Það eru alltof margir sem að keyra þessu löngu leið. Ój, mengun, puff, puff.

mánudagur, ágúst 23, 2004

Firra hægrimanna

Furðuleg grein á andriki.is í dag. Þar er andstæðingum alþjóðavæðingarinnar kennt um að tollamúrar séu reistir og segir m.a.: "Bók Martins Wolfs er yfirgripsmikil og fróðleg og mikilvægt framlag til umræðunnar um alþjóðavæðingu. Röksemdir hennar munu þó líklega engin áhrif hafa á áköfustu andstæðinga alþjóðavæðingarinnar. Þeir eru of uppteknir við að skrifa kröfuspjöld gegn bættum lífskjörum til að kynna sér afleiðingar baráttu sinnar."

Þetta þykja mér áhugaverð rök. Í mínum huga er það ekki þeim, sem mótmæla misnotkun stórfyrirtækja á vinnuafli í þróunarríkjum og einkavæðingarofbeldi hægrisinnaðra ríkisstjórna vestra gagnvart þriðja heiminum, að kenna að vestrið byggir tollamúra. Það eru einmitt stórfyrirtækin og áhrifavaldar innan kapítalískra ríkja sem óttast það mest að tollamúrar gagnvart þróunarríkjunum verði felldir niður. Það vita það allir að t.d. framleiðsla landbúnaðarvara er mun ódyrari í þriðja heiminum en t.d. á Selfossi. Það eru stórfyrirtæki sem eiga hlutdeild í stórum mörkuðum á Vesturlöndum sem hræðast ódýra framleiðsluhætti og innkomu þriðjaheimsríkja á þeirra markaði sem setja hömlur á frjáls viðskipti.

Það er mikill misskilningur að friðelskandi fólk sem berst fyrir mannréttindum sé ástæða þess að þriðjaheimsríki fá ekki að selja sínar afurðir á okkar mörkuðum. Ég held að hægrimenn ættu að líta sér nær í þessum efnum.

föstudagur, ágúst 20, 2004

Sivjarspell

Siv farin og svo flokkurinn í kjölfarið. Hennar verður ekki sárt saknað. Ég gúgglaði reyndar nafninu mínu um daginn og þá blasti við mér heimasíðan hennar, einhverjar myndir frá því að ég fór einhverntíman á fund hjá henni með einhverjum ungliðum. Svo kom líka upp heimasíða frjálshyggjufélagsins, skrýtið.

Ætli Siv sé hæfari en hinir ráðherrarnir?

Valgerður: Tók námskeið í þýsku og ensku, engin gráða utan stúdentsprófs.

Árni: Samvinnuskólapróf og einhver námskeið. Engin gráða.

Guðni: Búfræðipróf. Kemur mikið á óvart. Útskrifaðist 1968, lærði örugglega mikla heimspeki og rökhugsun.

Jón: Samvinnuskólapróf.

Halldór: Löggildur endurskoðandi og einhver fleiri námskeið.


Það lítur út fyrir að Siv, með sína B.s. gráðu í sjúkraþjálfun, hafi mestu menntunina fyrir utan formanninn. Áhugavert. Ég held að þetta segi meira um Framsókn en Siv.

Svo er Árni Mathiesen dýralæknir sem er óendanlega fyndið. Hahahaha

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

2:0

Skýtið að við skyldum vinna Ítalina. Sérstaklega þegar byrjunarlið okkar var skipað tveimur áhugamönnum. Ítölunum líður örugglega eins og ef Gettu betur-lið MR myndi tapa spurningakeppni á móti liði dyravarða.

föstudagur, ágúst 13, 2004

Hvítastur ása... pjása - Múhahaha

Svakalega ætlar þessi Helga að spreða í þetta framboð sitt í Heimdalli. Kaupir banner á mbl.is og leigir kosningaskrifstofu. Samt gaman að sjá stelpu bjóða sig fram - held að sigur sé nokkuð öruggur, hún er búin að fá gríðarlega umfjöllun miðað við að þetta eru bara kosningar til stjórnar ungliðahreyfingar. Ég hitti hana einu sinni og spjallaði aðeins við hana. Mér sýndist hún vera bara ágætis stúlka og mjög frambærileg, en umfram allt Heimdellingur. Guðni Ágústsson var reyndar á svæðinu þegar ég spjallaði við hana, kannski hann brengli svolítið mannþekkjarann í manni?

Til hamingju með afmæli Fídel Kastró! Þú ert að verða svolítið gamall, að nálgast áttrætt. Þú ert uppáhalds einræðisherrann minn. Ég veit ekki hvað þú vilt í afmælisgjöf svo þú verður bara að skrifa það á kommentakerfið hér fyrir neðan.

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Kreperium krepes

Hitinn er óbærilegur. Ég er að krepera.

Orðið krepera kom fyrst fram í Eimreiðinni árið 1896. Gæti trúað því að orðið væri tökuorð úr latínu. Þegar ég gúgglaði því fékk ég 81 síðu en aðeins 37 þeirra voru á íslensku. Prófaði einnig að gúggla orðinu krebera og fékk þá fjórar, allar á íslensku.


 

Powered by Blogger