Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

þriðjudagur, ágúst 12, 2008

Farinn

Ég hef ákveðið að kveðja Skerið um hríð. Ætlaði að kaupa mér flugmiða 11. september en hann var svo andskoti dýr svo ég fer þann 13.

Það kemur kannski ekki mörgum á óvart að áfangastaðurinn er Kaupmannahöfn. Mig dreymir um að fá útborgað í öðrum krónum en íslenskum og kaupa ódýran mat og bjór.

Ég kem í bæinn í byrjun næsta mánaðar svo þið Reykjvíkurrottur hafið tæpar tvær vikur til að hitta mig og kyssa og knúsa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger