Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

miðvikudagur, október 29, 2008

Brandari bókmenntafræðingsins

EXISTA í tilvistarkreppu.

sunnudagur, október 26, 2008

Fokking fáninn

Ég hvet til brota á heimskulegum fánalögum!

Þetta er gott pönk:



Væri ekki tilvalið að kasta þessum á bálið í leiðinni:

fimmtudagur, október 16, 2008

Ertu ekki að fokking kidda mig?

Operation Einstein!!!

Það litla álit sem maður hafði á löggunni er nú orðið að engu. Kommon! Operation Einstein!? Give me a break.

föstudagur, október 10, 2008

Skáldið Geir

Geir Haarde sýnir á sér nýja og ljóðræna hlið með hjálp snillingsins Lomma:

fimmtudagur, október 09, 2008

Kjánaprikin klúðra enn

Þarna var Brown að ávarpa ákveðinn vettvang


Sagði Geir Haarde um viðtal við Gordon Brown á Sky-fréttastofunni. Síðast þegar ég vissi sendi Sky út um allan heim. Auðvitað má skilgreina alla jarðkringluna sem ákveðinn vettvang.

Ef Kaupþing og Glitnir hafa verið að dæla peningum frá Bretlandi og til Íslands (eða annað) á undanförnum dögum finnst mér sjálfsagt að Bretar beiti hryðjuverkalögum til að stöða þann gjörning.

Dýralæknirinn svitnaði eins og svín þegar hann laug blákalt framan í þjóðina í viðtalinu í Kastljósinu. Ég tek orð Darling fram yfir hans.

miðvikudagur, október 08, 2008

Vitskert samfélag

Það eru pólskipti. Óskabörn þjóðarinnar steypa óskaforeldrum sínum, börnum þeirra og niðjum í skuldir um ókomin ár. Að hugsa sér. Þeir sem voru svo góðir við okkur og við svo góð við þá á meðan allt lék í lyndi. Þeir klipptu á borða og gáfu listamönnum ölmusu. Við kusum þá menn ársins og dáðumst að þeim í glanstímaritum.

Verðum við að steini ef við lítum um öxl? Sjálfur hef ég takmarkaðan áhuga á að líta við. Ekki það að ég sé hræddur við að verða að steini, mér líkar einfaldlega ekki sú sjón sem blasir við mér í baksýnisspeglinum. Borðaklippingarnar og glanstímaritin fóru alltaf í taugarnar á mér.

En hvernig líður lítilli hræddri þjóð þegar ædolin þeirra leggjast á hliðina og gefast upp (og hreinlega gufa upp í sumum tilvikum)?

Við erum stödd í miðri hringiðu siðrofs. Það veit ekki á gott en er óumflýjanlegt. Það er ekki að ástæðulausu að áfallahjálp sé í boði í neyðarskýlum því mannskepnan hefur tendens til að farga sér frekar en ella í svona umhverfi og við svona aðstæður. Það er ekkert nýtt og breytist seint. Eins sterk og við erum með byrinn í bakið þá erum við jafn veik í mótlæti. Margir hafa bent á að þessi skellur hafi verið nauðsynlegur og í raun heilbrigður. Samfélagið var vitskert og því auðsýnt að syndaflóð er þarft. Dyggðir eins og nægjusemi, aðgát og yfirvegun þóttu púkó og óþarfar. Við lifðum í lygi og vissum það flest sjálf enda kemur ástandið í dag okkur ekki jafn mikið á óvart og við viljum vera láta.

En við lærum ekkert nýtt af þessu. Við lærum aldrei neitt. Samfélagið verður alltaf vitskert. Það eina sem við getum gert er að flýja samfélagið. Helst langar mig að arka út í óbyggðirnar með ekkert nema nauðsynjar og gítarinn á bakinu og lifa af landinu.

Munum bara að elska hvert annað og að endingu læt ég fylgja með orð skáldsins Eddie Vedder:

laugardagur, október 04, 2008

Baunirnar sögðu mér til syndanna

Það er áhugavert að tala við Dani um íslenska efnahagsundrið í dag. Vissulega eru þeir fullir samúðar í okkar garð en stemmningin er svolítið I told you so!

fimmtudagur, október 02, 2008

Hætt við að hætta, komin inn úr sólinni

Eiginfjárstaða mín er frekar slæm. Skuldir mínar eru meiri en eignirnar. En það er nú kannski engin furða vegna þess að eignir mínar eru harla litlar. Fyrir utan tvær ferðatöskur sem eru hér í stofunni hjá félaga mínum, þar sem ég sef á sófanum og bækurnar mínar sem eru heima hjá Kára (vona að þú sért ekki farinn með þær á haugana Kári minn).

En ég örvænti ekki. Um næstu mánaðarmót fæ ég útborgað í dönskum krónum og er því slétt sama og sef rólegur í bili. En þangað til lifi ég eins og munkur. Nema hvað að ég mun eflaust rúkna mér og drekka bjór. Og ástunda annarslags óskunda sem munkar gera ekki að öllu jöfnu.

######

Fyrirsögin er ætluð sem blogghvatning til KST.


 

Powered by Blogger