Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

laugardagur, ágúst 09, 2008

Glæsileg en fallin

Ég fékk samúðarverk í hnéð þegar Ragna Ingólfsdóttir sneri upp á fótinn á sér og varð að hætta keppni á Ólympíuleikunum nú rétt áðan.

En mér er skítsama þótt hún hefði hvort eð er skíttapað. Það er bara svo gaman að fylgjast með henni, hún er svo þokkafull og glæsileg.

Ég vona innilega að hún hafi ekki meitt sig og ég verð að segja að þessi fyrrverandi skólasysitir mín var MS (og þjóðinni) til sóma í nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger