Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

mánudagur, ágúst 18, 2008

Gáfaðasta fólk í heimi

Þetta er áhugaverður listi yfir "the 100 most important living public intellectuals".

Það kemur ekki á óvart að Chomsky sé á toppnum. Hins vegar kemur á óvart að á listanum eru aðeins átta konur. Naomi Klein er efst þeirra í ellefta sæti. Zizek er í 23. sæti - hélt að hann yrði ofar. Svo er óskiljanlegt að Paul Wolfowitz sé yfir höfuð á listanum. Hann er í 19. sæti, ofar t.d. Fukuyama, Coetzee og Júlíu Kristevu.

9 Comments:

  • Býddu... Ég skil þetta ekki. Af hverju er ég ekki á listanum?

    By Blogger Hildur Lilliendahl, at 4:30 e.h.  

  • Þú yrðir númer eitt á listanum mínum yfir gáfaðar orðljótar konur.

    By Blogger Gunni, at 4:44 e.h.  

  • Jæja. Það er eynst gott.

    By Blogger Hildur Lilliendahl, at 8:57 f.h.  

  • áááááái!! .......... ég heyri bara "ýýýýýýýýýý" í eyrunum mínum...

    By Blogger Tinna, at 8:02 e.h.  

  • Hvað meynaru?

    By Blogger Hildur Lilliendahl, at 8:42 f.h.  

  • Ég er sammála því að óvæntasti hluti þessa lista sé að á honum séu 8 konur. Þeir hljóta að hafa óvart birt listann sem þeir voru að grínast með innanhúss - það færi enginn að setja konur á svona lista í alvöru.

    By Blogger Óli Sindri, at 12:11 f.h.  

  • Einu sinni gerði DV svona lista yfir gáfaðasta fólk á Íslandi. Ég man nú ekki hvort þar voru nokkrar konur, en samkvæmt DV var séra Sigurbjörn Einarsson gáfaðasti maður Íslands. Næstgáfaðastur var Halldór Guðmundsson.

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:54 e.h.  

  • Ég myndi ekki taka of alvarlega það sem stendur á wikipedia. Ef bara það væri til alvöru mælitæki til að mæla hver væri gáfaðastur í heimi............

    By Blogger Tinna, at 7:01 e.h.  

  • Sá sem finnur upp það mælitæki er gáfaðastur í heimi, þar af leiðandi. Það vill einmitt svo skemmtilega til að ég luma á slíkum grip sem ég hef verið að þróa.

    By Blogger Óli Sindri, at 1:57 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger