Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

föstudagur, ágúst 15, 2008

Svarthöfði

Svarthöfði dagsins fær tvö rokkstig fyrir pistilinn sinn í dag. Þar segir meðal annars:

Annars virðist ekkert athugavert við að vanhæft fólk komist til áhrifa í borginni. Listinn er orðinn langur og nú er trésmiðurinn Óskar Bergsson skyndilega orðinn annar valdamesti maður borgarinnar, eftir að hafa verið jarðaður af Kuta-Birni Inga í prófkjöri. Óskar er dæmigerður annars flokks stjórnmálamaður sem kemst áfram á því einu að hanga nógu lengi inni en bar gæfu til þess að velja sér Framsóknarflokkinn sem vettvang en sá flokkur hefur reynst þessari manngerð einstaklega heilladrjúgur í gegnum tíðina. Enda leitun að jafn fjölmennri hjörð meðalmenna og fyrirfinnst í þeim flokki.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger