Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

sunnudagur, ágúst 17, 2008

Ástþór Magnússon

Þetta er stórkostleg lesning. Það er alltaf jafn gaman af því þegar menn skrifa sjálfir um sig á wikipedíu. Ástþór skrifar meðal annars þetta:

Ástþór Magnússon stofnaði samtökin Frið 2000 árið 1995 eftir að hafa orðið fyrir andlegri hugljómun árið 1994, þá liðlega fertugur að aldri.

Það má með sanni segja að 'enginn er spámaður í sínu heimlandi' um Ástþór Magnússon, því hann varð fyrir miklu mótlæti á Íslandi eftir að samtökin hófu starfsemi og byrjuðu að kynna hugsjónina um Ísland sem fyrirmynd annarra landa í friðarmálum.

Hugmyndir Ástþórs áttu á þeim tíma ekki upp á pallborðið hjá æðstu stjórnendum þjóðarinnar sem vildu kveða í kútinn óþægileg mótmæli Ástþórs og Friðar 2000 gegn undirlægjuhætti þeirra við ógnvænlega stríðsæsingastefnu Bandaríkjanna. Ástþór hefur ítrekað verið sannspár um hættuna af þessari stefnu og spáði m.a. fyrir um hryðjuverkin 11. September 2001 í sjónvarpsviðtali á Stöð2 mörgum mánuðum áður en það gerðist.

Þrátt fyrir að hafa verið nær lagður í einelti með rógburði í fjölmiðlum, fjáröflunarstarfi lokað með ólögmætum hætti, handtekinn og settur í fangelsi fyrir það eitt að vara við augljósri hættu á hryðjuverkum gegn Íslenskum flugfélögum ef þau yrðu notuð til vopnaflutninga til Mið Austurlanda eins ríkisstjórnin ætlaði að gera þar til Ástþór flautaði á málið, hefur Ástþór verið trúr sinni hugsjón og haldið ótrauður áfram.

2 Comments:

  • Svona greinar eru þarfar áminningar um áreiðanleika Wikipediu. Uppáhaldið mitt er tímaritið Þjóðmál:

    "Fjölmargar umtalaðar greinar hafa birst í Þjóðmálum sem spanna allt frá sagnfræði til greiningar á fjölmiðlum. Hafa margar vakið athygli og hlotið umfjöllun víða. Oft er tekið á málum á gagnrýninn hátt og telja margir að það sé einn af helstu kostum tímaritsins hvað mörg ný sjónarhorn á dægurmálin er þar að finna, sem ekki falla að þeirri mynd sem birtist okkur í hefðbundnum fjölmiðlum.

    Gagnrýnendur ritstjórnarstefnu Þjóðmála finna tímaritinu það helst til foráttu að upphefja ýmsa Sjálfstæðismenn og fjalla ómaklega um vinstrimenn á Íslandi bæði fyrr og síðar. Sérstaklega hefur Össur Skarphéðinsson lagt sig fram við að gera lítið úr efnistökum tímaritsins á heimasíðu sinni."

    Svo er hægt að panta áskrift að Vefþjóðviljanum fyrir neðan.

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:47 f.h.  

  • Hahaha!

    Þetta er yndislegt.

    By Blogger Gunni, at 2:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger