Líkingar
Þessa stundina er ég að brjóta saman þvott og horfa á Val spila gegn Fylki á Stöð 2 Sport. Nú er hálfleikur.
Íþróttafréttamaðurinn Hörður Magnússon sagði í lýsingunni að Valsmenn væru stálheppnir en jafnframt öskufljótir.
Ekki vissi ég að stál væri heppnara en aðrir málmar. Síðan hefur mér aldrei fundist aska neitt sérstaklega fljót.