Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

miðvikudagur, mars 26, 2008

Móðurkynjaðir moðerfokkerar


Með meira skart, síðara hár og fleygnari skoru en konan

Ég hef oft velt fyrir mér orðinu metrósexjúal, hvað það nákvæmlega þýðir og merkir. Við fyrstu sýn virðist það einfaldlega merkja eitthvað á borð við: sá sem tileinkar sér stórborgarlega hætti og siði.

Orðið metrópólis þýðir stórborg. Það er komið úr grísku þar sem métér þýðir móðir og pólis borg, semsagt móðurborg.

Þó að í fyrrihluta orðsins metró-sexjúal sé augljóslega vísað til metrópólitan þá er fyrrihlutinn engu að síður styttur svo einungis stendur eftir metró, þ.e.a.s. móðir.

Þetta finnst mér skemmtilega freudískt og um leið rifjast upp fyrir manni hugtakið psychosexual development svo og goðsögnin um Ödipus sem drap pabba sinn og reið mömmu sinni. Hún er varðveitt í leikriti Sófókless, og útlegging Freuds á henni, ödipusarduldin, er athyglisverð þegar merking orðsins metrósexjúal er skoðuð.


Taylor Hanson

Ég hef aldrei séð íslenskun á orðinu metrósexjúal og efast um að það myndi lukkast að snúa orðinu yfir á hið ylhýra. Flestir segja einfaldlega metró þegar átt er einstakling af þessu undarlega kyni, sem er skondið ef við skoðum upprunalega merkingu þess, móðir.

Svo er líka mjög sérstakt að það virðist líta út fyrir að aðeins karlmenn geti verið metrósexjúal sem gerir þetta allt saman enn freudískara.


Eins og háklassa hommaklám

En hvað er það sem einkennir metrósexjúal stráka? Jú, þetta eru gagnkynhneigðir strákar sem taka mið af "hinu kvenlega" og að einhverju leiti það sem mætti kalla "hinu hommalega". Þeir fara í húðhreinsun, raka af sér líkamshár, ganga um með stóra demantseyrnalokka, nota sérstakar hárvörur og eyða óratíma fyrir framan spegilinn. Sumir nota jafnvel andlitsfarða og naglalakk.



Flestir metrógaurar sem ég þekki eru einmitt stæltir stelpustrákar með matsjó-komplexa sem héngu í pilsfaldi mæðra sinna langt fram yfir kynþroska.

miðvikudagur, mars 19, 2008

Óður til Tyru

Tyra Banks er yndisleg stelpa. Hún er upptekin af flestu nema sjálfri sér og rekur ómetanlega góðgerðastarfsemi sem felst í því að gefa ungum stúlkum tækifæri í lífinu.

Veröldin væri betri staður ef fleiri myndu taka Tyru til fyrirmyndar og tileinka sér hennar hugsunarhátt.

sunnudagur, mars 16, 2008

Treiler-trashj tjallar



Eyjan birti frétt um þetta unga og fallega par fyrir skemmstu. Eftir örlitla athugun kom í ljós að fréttin er víst tveggja ára gömul og var greinilega lauslega þýdd af vef einhvers bresks fjölmiðils en blaðamaður hefur ekki tekið eftir aldri fréttarinnar.

Þessi viðkunnalegi gaur, Keith Macdonald, barnaði semsagt þessa gellu, Stacy Barker, sem væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að barnið er hans sjöunda með jafn mörgum stelpum. Hann var þá 21 árs, atvinnulaus og hafði ekki borgað pund í meðlög auk þess sem sakaskrá hans er þéttskrifuð. Helsta áhugmál hans eru spilakassar.

Flestar gellurnar sem hann barnaði kynntist hann í strætó, sló þeim gullhamra og fór svo beisikallí með þær heim og reið þeim. Hann er á móti smokkum og notar þá aldrei. Á einum tímapunkti voru þrjár gellur þungaðar eftir hann í einu.

Í flestum tilvikum hefur hann dömpað stelpunum en ein barnsmóðir hans sparkaði honum eftir að hann buffaði á henni bumbuna meðan hún var ólétt.

Kelly Bonner fæddi sjötta barn hans aðeins tveimur mánuðum eftir burð þess fimmta. Hann dömpaði henni með SMS-skilaboði sem var svohljóðandi: "Kel, you R out ov my life, love Keith". Stuttu síðar byrjaði hann að negla bestu vinkonu hennar, hina sextán ára Vicky Errington.


Óska ég parinu alls hins besta og vona innilega að barnið verði heilbrigt og ekki jafn mikið viðbjóðslegt rusl og foreldrarnir.

laugardagur, mars 15, 2008

Lífsins viti

Oddur Sigurjónsson says:
Sæll ég samdi ljóð um þig
Oddur Sigurjónsson says:
Ég hef aldrei séð vita á Vitastíg
Oddur Sigurjónsson says:
ég hef aldrei séð frakka á Frakkastíg
Oddur Sigurjónsson says:
en Gunnar Örn er alltaf heima hjá sér
Oddur Sigurjónsson says:
hann er vitinn í lífi mínu

Oddur er yndislegur drengur og góður vinur. Frábært ljóð, sterkt myndmál og góð hrynjandi.

Ég er samt aldrei heima.

Svo bætir hann við:

Oddur Sigurjónsson says:
ég elska þig næstum jafn mikið
Oddur Sigurjónsson says:
og ég elska Jón Örn
Gunnar Örn says:
ooohhhh
Oddur Sigurjónsson says:
það er frekar mikið

föstudagur, mars 14, 2008

Barið á Bubba

Nú má Bubbi fara að vara sig. Elítan skýtur föstum skotum að honum og mestu þungavigtamenn íslensks tónlistarlífs gagnrýna hann harðlega eins og sjá má á vísi.is:

Má ásamt Johnny King nefna þá Árna Johnsen, Geir Ólafsson og Jójó sem allir eru á því að ólíðandi sé að menn „drulli með þessum hætti yfir kollega sína", eins og Johnny orðar það afdráttarlaust.


Blaðamaður Árnagarðs hefur öruggar heimildir fyrir því að von sé á fréttatilkynningu frá Hallbirni Hjartarsyni fljótlega. Hann mun þá væntanlega bætast í hóp þeirra sem gagnrýna Bubba.

Fróðleiksmoli dagsins

Borgin Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum er merkileg borg, sérstaklega vegna þess að þaðan koma Hanson bræðurnir. Þar búa um 400.000 manns.

Sjötti maí er haldinn sérstaklega hátíðlegur í borginni hvert ár, því að þann dag árið 1997 kom út fyrsta plata þeirra bræðra Middle of Nowhere sem innihélt smellinn "MMMBop". Dagurinn er kallaður "Hanson Day".

Þetta er ekki grín.

fimmtudagur, mars 13, 2008

Hey þú!

Láttu mig í friði! Ég blogga þegar mér fokking sýnist.

Fátt er jafn auvirðilegt og þegar fólk biður lesendur sína afsökunar á bloggleysi. Mér ber engin skylda til þess að láta ykkur vita af því þegar ég blogga ekki og þaðan af síður þarf ég að biðjast afsökunar á því. Ef ég blogga ekki þá er það vegna þess að ég nenni því ekki eða þá að ég hef ekkert að segja. Í flestum tilvikum bloggar fólk þegar það hefur ekkert að segja og ekkert markvert fram að færa. Það er ástæðan fyrir því að blogg er afar neðarlega í fæðukeðju ritaðs máls; einhvers staðar fyrir neðan matseðla en ofar SMS-skilaboðum og Staksteinum Moggans.

En auðvitað eru til undantekningar sem sanna regluna, eins og tenglasafn mitt sýnir svart á hvítu, þó ég þurfi að taka til í því.

En hvað veldur? Hvers vegna eru gæðabloggin "neðanjarðar" í bloggheimum?

Það er einföld ástæða fyrir því. Fólk er yfir höfuð fífl. Það skortir greind til að skilja tiltölulega einfalda og lítt flókna texta, kann ekki að lesa á milli lína og ber ekki skynbragð á hæðni og napuryrði. Það þarf bókstaflega að matreiða allt ofaní fólk og jafnvel mata það líka. Það er ástæðan fyrir því að vinsælustu bloggin fjalla um nákvæmlega ekki neitt. Eru aðeins endurómun af einhverju öðru og stærra; aumt bergmál. Mjög svipað eins og samræðurnar um sjöfréttirnar sem þú átt við leigubílstjórann sem keyrir þig heim úr vinnunni á sunnudagsmorgni. Þegar þögnin er orðin ærandi í Ártúnsbrekkunni skiptist þið á nokkrum orðum um fréttirnar, svona rétt fyrir kurteisis sakir. En samræðurnar eru með öllu tilgangslausar og skilja ekkert eftir sig.

Það er margt í henni veröld sem er illskiljanlegt og frústrerandi.

En svona er þetta nú. Ég ætlaði beisikallí bara segja ykkur að fokka ykkur því ég nenni ekki að blogga og hef ekkert að segja.

laugardagur, mars 01, 2008

Rassar og aftanákeyrslur

Geðþekki og orðheppni Njarðvíkingurinn lætur til skarar skríða enn á ný.

Eins og dyggir lesendur muna þá átti hann þessi ummæli í síðustu viku:

svo að það er kannski kominn tími á að Guðni rífi rassgatið á sér útúr beljunni og fari að vakna


Ekki veit ég hvort Guðni sé enn með rassgatið í beljunni en þessi drengur er greinilega mjög upptekinn af rössum. Kíkjum á næstu færslu:

Eigum við ekki nóg með okkar eigin kynferðisglæpamenn?? Væri forvitnilegt að vita hvort að þessir menn eigi sér sögu í slíkum málum í heimalandi sínu... Einhver fréttasnápurinn til í að rífa sig af rassgatinu og kynna sér málið?? :D


Ekki væri ég til í að vera blaðamaðurinn sem rifi mig af rassgatinu. Það gæti verið nokkuð sársaukafullt. Svo bætir hann við:

Svo koma væntanlega einhverjir réttindasinnar hér inn og segja að við Íslendingar séum ekkert skárri og við hin svörum að við þurfum ekki að flytja slíkan viðbjóð inn til landsins og þá verðum við kölluð rasistar og bla bla bla


Guð forði okkkur frá því að "réttindasinnar" tjái sig. Þar sem hann stillir sér upp sem andstæðu "réttindasinna" er þá með réttu hægt að kalla hann "rangindasinna"?

Og nú kemur rúsínan í pylsuendanum. Hann heldur áfram að tala um fjárhættuspil í nýjustu færslu sinni og þar stendur:

Það keyrði allt afturábak í þjóðfélaginu þegar að einstaklingar fóru að koma með reynslusögur úr heimi fjárhættuspilana


Miklar umferðatafir urðu þegar reynslusögurnar spruttu af vörum fólks vegna mikils fjölda árekstra sem urðu þegar bílar bökkuðu hver á annan. Segja má að keyrt hafi um þverbak.

Stórhættulegir, eiturlyfjasjúkir glæpamenn á Bifröst handsamaðir

Fjölmennur hópur frá lögreglunni í Borgarfirði og Dölum, fíkniefnalögreglunni í Reykjavík, sérsveit lögreglunnar og Tollgæslunni tók þátt í aðgerðinni og notast var við þrjár sérþjálfaða hunda.


Eftir margra mánaða undirbúning og skipulagningu í höfuðstöðvum embættis Ríkislögreglustjóra fékkst loks botn í þetta grafalvarlega mál og telst það nú upplýst. Fregnir herma að nokkrir lögreglumenn hafi dulbúist sem nemendur í skólanum og stundað þar nám síðan í haust og áunnið sér traust og virðingu eiturlyfjafíklanna og glæpamannanna á Bifröst. Tóku lögreglumennirnir hlutverk sitt mjög alvarlega og neyddist einn þeirra m.a. til að fá sér einn „smók“ af kannabisvindlingi til að koma ekki upp um sig. Talsmaður Ríkislögreglustjóra sagði í samtali við blaðamann Árnagarðs að þetta hafi tekið mjög á lögreglumennina og að þeir hafi verið sendir á heilsuhælið í Hveragerði í afvötnun og endurhæfingu áður en þeir fá að snúa aftur til fjölskyldna sinna.

Aðgerðin heppnaðist að sögn vel og þurftu sérsveitarmenn ekki að skjóta úr byssum sínum en stórhættuleg vopn fundust í einni íbúðinni, m.a. brauðhnífur, heklunál og ostaskeri. Fíkniefnin fundust eftir víðtæka leit á borðstofuborði, sófaborði og í öskubakka í íbúðunum. Hafa þau nú verið send í efnagreiningu og fá sérstaka flýtimeðferð vegna alvarleika málsins. Samkvæmt öruggum heimildum fundust alls 0,5 grömm af fíkniefnum á vettvangi. Talið er að um sé að ræða 0,2 grömm af kannabisefnum og 0,3 grömm af kókaíni og amfetamíni. Samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ er götuverðmæti efnanna samtals um 3.164 kr.1)

Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir þeim grunuðu og eru þau því frjáls ferða sinna.

Ágúst Einarsson, rektor á Bifröst rak nemendurna þrjá, tvo karlmenn og eina konu, umsvifalaust úr skólanum. Einnig hefur kirkjan bannfært þau að eilífu.


1) Skv. SÁÁ er götuverð á hassi 2.050 kr. per gramm, amfetamíni 4.940 kr. og kókaíni 13.420 kr.


Athugasemdir:


Hebbifr: Þetta mál er allt hið dapurlegasta og það er afar sorglegt til þess að vita að ungt og upprennandi menntafólk hafi ánetjast eiturlyfjum. En það er bót í máli hve vasklega lögreglan gekk fram í þessu máli. Við megum alls ekki gefa eftir í baráttunni við fíkniefnadjöfulinn. Æska landsins er í húfi!

Ég er einnig sammála ákvörðun Ágústs rektors um brottreksturinn. Það er mjög mikilvægt að maður í hans stöðu sýni ekki linkind í þessu máli og setji með því fordæmi.

Þó vona ég innilega að þeir sem voru teknir með fíkniefnin bæti sitt ráð og snúi við blaðinu.


 

Powered by Blogger