Heitur Teitur?
Wannabe intellektúalinn Teitur Atlason gegnir sama hlutverki fyrir Jónas Kristjánsson og Ágúst Borgþór gegnir fyrir Egil Helgason.
Þó ég sé sammála mörgu sem maðurinn segir er stundum óþolandi að lesa hann. Ég fyrirgef mörgum málfars- og stafsetningarvillur en þoli illa þegar fólk setur ekki punkt í lok setninga og hefur ekki setningar með stórum staf. Svo er ég ekki hrifinn af ofnotkun feitletranna. Teitur er ólíkur StebbaFr að því leiti að hann setur fram sjálfstæðar og oft vel ígrundaðar skoðanir á meðan Stebbi umritar fréttir. En Teiti er það tamt að umrita sínar eigin færslur og setja inn átján stykki í röð um nákvæmlega sama efnið.
Annars fíla ég lúkkið á síðunni hans og óska Jónasi til hamingju með þennan nýjasta taglhnýting sinn.
Ég er ekki mikið fyrir að setja út á fólk, en samt fannst mér afskaplega fyndið þegar Teitur tók að vanda um fyrir fólk varðandi "oft og tíðum" og "oft á tíðum" - með tilliti til almenns málfars á síðunni hans.
En það er kannski bara ég.