Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

föstudagur, ágúst 29, 2008

Heitur Teitur?

Wannabe intellektúalinn Teitur Atlason gegnir sama hlutverki fyrir Jónas Kristjánsson og Ágúst Borgþór gegnir fyrir Egil Helgason.

Þó ég sé sammála mörgu sem maðurinn segir er stundum óþolandi að lesa hann. Ég fyrirgef mörgum málfars- og stafsetningarvillur en þoli illa þegar fólk setur ekki punkt í lok setninga og hefur ekki setningar með stórum staf. Svo er ég ekki hrifinn af ofnotkun feitletranna. Teitur er ólíkur StebbaFr að því leiti að hann setur fram sjálfstæðar og oft vel ígrundaðar skoðanir á meðan Stebbi umritar fréttir. En Teiti er það tamt að umrita sínar eigin færslur og setja inn átján stykki í röð um nákvæmlega sama efnið.

Annars fíla ég lúkkið á síðunni hans og óska Jónasi til hamingju með þennan nýjasta taglhnýting sinn.

4 Comments:

  • Ég er ekki mikið fyrir að setja út á fólk, en samt fannst mér afskaplega fyndið þegar Teitur tók að vanda um fyrir fólk varðandi "oft og tíðum" og "oft á tíðum" - með tilliti til almenns málfars á síðunni hans.

    En það er kannski bara ég.

    By Blogger Óli Sindri, at 10:33 e.h.  

  • Óli er ekki mikið fyrir að setja út á fólk. Það vita allir jafn vel og að tunglið er ostur.

    Annars var 'oft og tíðum' pistillinn stórkostlega hillaríus. Hann varð kveikjan af 'wannabe intellektúal'-nafngiftinni.

    By Blogger Gunni, at 2:06 e.h.  

  • Það er dálítið vandræðalegt að hæðast að málfari manns og klikka á málfarsundirstöðunum í gagnrýninni.

    Maður setur ekki stóran staf í upphafi setningar og ekki punkt í enda hennar nema hún sé um leið upphaf eða endir á málsgrein. Sem er alls ekki alltaf raunin.

    Auk þess er leiti með i-i fyrirbæri í náttúrunni en leyti með y-i er hluti af einhverju.

    En lifðu heill.

    By Blogger Ragnar Þór Pétursson, at 8:23 e.h.  

  • Nú misskilur þú mig Ragnar. Ég var alls ekki að hæðast að málfari mannsins, aðeins að gagnrýna hann fyrir óvandaðan frágang og fljótfærni. Eins og ég tók fram í gagnrýninni þá fyrirgef ég málfars- og stafsetningarvillur, þ.m.t. hjá sjálfum mér.

    By Blogger Gunni, at 9:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger