Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

föstudagur, maí 28, 2004

Friday and I´m in love

Föstudagur, mmmmmmm. Góðu dagsverki lokið. Í kvöld verður spilað á hljóðfæri heima hjá vini mínum þar sem að hljómburður er góður og ekki skemmir fyrir að á heimilinu er flygill. Svo verður spilaður póker fram á kvöld. Jibbí.

fimmtudagur, maí 27, 2004

Fífl dagsins

Fífl dagsins er Björn Bjarnason. Hann er mannhatari mikill og stuðlar að því, með lagasetningum að við eigum ekki að treysta náunganum. En ég elska hann samt (með tilliti til þema dagsins). Björn... ég elska þig.

Kannski er ástin...

Ég er að hugsa um að fara að dæmi Höllu og hafa ástarþema (enda þótt Halla hafi líka haft ástarþema í gær). Mottóið mitt er að elska meira, allavega að hugsa meira um þá fjölmörgu einstaklinga sem ég elska og hlúa betur að ástinni.

miðvikudagur, maí 26, 2004

Tómt

Jæja, enginn á Hlöðunni. Fyrir örfáum dögum var ekki þverfótandi fyrir fólki með háan blóðþrýstíng og blóðhleypt augu að drekka í sig fróðleik, svona rétt fyrir próf. Ég er að hugsa um að taka símann minn af silent, ég trufla hvort eð er engann.

þriðjudagur, maí 25, 2004

Fyrirlestur

Spurning hvort maður kíki á fyrirlesturinn í Akademíunni í kvöld? Já svei mér þá, ég held ég geri það bara.

Fáir á ferli

Frekar fáir á ferli í Árnagarði í dag. Þó má greina fólkið sem hér hangir:

Krakkar á styrkjum, Nýsköpunarsjóði eða annað.

Mastersnemar, eru hvort sem er alltaf hérna.

Erlendir nemar sem bíða eftir flugi heim til fjarægra heimsálfa.

Ég.

mánudagur, maí 24, 2004

Sumarsaga úr miðbænum

Í dag sat ég á bekk á Austurvelli við hlið styttunnar af Jóni Siguðssyni. Róni kom haltrandi og settist við hlið mér. Hann hélt á lítilli bjórdós. Ég var að lesa en hallaði aðeins höfðinu niður en hélt augunum á rónanum. Þá sá ég að hann teygði sig í vasa sinn og tók upp litla plastflösku með litlu opi og sprautaði glærum vökva ofan í bjórdósina. Spíralyktin gaus upp og sömuleiðis spírablandaði bjórinn og róninn mátti hafa sig allan við að ná froðunni upp í sig. Því næst kvaddi hann kurteisislega og haltraði í burtu.

Sköllótta skáldið sat á bekk nálægt með fjölskyldu sinni. Ég er viss um að hann fylgdist með okkur í sólskininu. Ef til vill fékk hann hugmynd af persónum eða jafnvel kafla í einhverri bóka sinna þegar hann fylgdist með okkur. Ég held að ég sé fyrri til.

Svo dró fyrir sólu og þar með hvarf lesljósið mitt bjarta og golan varð köld. Þá komu upp í huga mér orð hins sköllótta skáldsins Þegar kaldir vindar haustsins blása, en það er alls ekki haust, það er vor, rétt tæpilega sumar. Ætli hitt sköllótta skáldið hafi lesið Rómeó og Júlíu? Ekki hef ég lesið Rómeó og Júlíu. Samt held ég að ég geti samið lag um örlög þeirra.

Góða kvöldið

Einu sinni áður í sögunni hef ég reynt að blogga. Þá var einnig eitthvað mikið að gerast á Alþingi eins og nú. Eldhúsdagsumræðurnar eru áhugaverðar.

Hélt afmælisveislu fyrir Röskvufólk og annað háskólapakk á laugardaginn. Það var mjög gaman. Allt fór vel fram og fólk afar siðprútt. Hefði verið öðruvísi ef maður væri enn í menntaskóla... ó mæ god.


 

Powered by Blogger