Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

miðvikudagur, maí 28, 2008

Búferlaflutningar

Ég kveð að sinni. Bless 101.

Á föstudaginn flyt ég út á land. Þeir sem vilja kyssa mig og knúsa (ég á ekki við þig séra Gunnar!) er velkomið að kíkja í heimsókn í dag eða á morgun. Einnig er hægt að hringja í tzjellin og mæla sér mót við hann.

þriðjudagur, maí 27, 2008

Einlægt gelgjublogg

Yfirleitt líður mér eins og loðinni píku í rakaðri veröld.

fimmtudagur, maí 22, 2008

Opin búð

Það er fátt betra en að drekka bjór og drýgja hór.

Opið hús hjá mér í kvöld. Allir sem elska mig en hata júróvísjón eru velkomnir.

Ölvun er skilyrði!

föstudagur, maí 16, 2008

Afmæli

Ég á afmæli á fimmtudaginn, sama kvöld og júróvísjón. Ég er að hugsa um að halda smá partí og auðvitað er allt gott fólk velkomið.

Nú er það víst í tísku hjá plebbunum að biðja aðeins um gjafir frá ákveðnum verslunum. Ég ætla að fara að þeirra fordæmi og setja nokkrar reglur og ábendingar um gjafirnar sem þið gefið mér:

  • Gjafirnar má aðeins versla í Kolaportinu eða í bókaversluninni hjá Braga.
  • Þær mega vera á verðbilinu 1-350 kr.
  • Helst vil ég bækur sem bera hallærislega titla. Til dæmis bækur Birgittu Halldórsdóttur.
  • Einnig megið þið kaupa asnalega eyrnalokka.
  • Komið mér á óvart.
  • Ég er sérstaklega hrifinn af gjöfum sem þið búið sjálf til.

En stærsta gjöfin væri auðvitað að þetta viðbjóðslega júróvísjónlag okkar kæmist ekki áfram.


Viðbót:

Auðvitað má líka kaupa gjafir í Tiger eins og Oddur gerði.

fimmtudagur, maí 15, 2008

Stór rass

Djöfull er Nigella Lawson með stóran rass.

Eðlilega.

Guðleysi í g-dúr

Stundum finnst mér eins og guð búi í öllum hlutum nema þeim sem byrja á g.

Þó myndi ég aldrei biðja ömmu mína um að geyma meyjarblómið mitt. Það er fyrir löngu visnað.

miðvikudagur, maí 14, 2008

Gamlar tussur og erlendar yngismeyjar

Ég geri mín matarinnkaup alltaf í Bónus á Laugavegi. Mér finnst það stórskemmtilegt því mér líður eins og ég sé að taka þátt í samfélgaslegri tilraun í hvert sinn sem ég versla þar. Flestir starfsmenn þar eru nefninlega ungar erlendar konur sem tala litla sem enga íslensku þegar þær hefja störf.

Það er því ómetanlegt fyrir mig sem íslenskunema að fylgjast með því hversu fljótt stelpurnar læra tungumálið. Einungis vegna þess að þeim er strax hent út í djúpu laugina og þær látnar afgreiða fólk frá fyrsta degi, læra þær íslensku ótrúlega hratt.

Eflaust er þeim lofað einhverskonar lagerstörfum þegar þær sækja um, en ég skil verslunarstjórana vel. Þeir hafa úr afar einsleitum hópi starfsfólks að velja og hafa því engra annarra kosta völ en að setja greyjin stelpurnar strax á kassa.

Þetta finnst mér stórkostlegt og ég er stoltur yfir því að hafa kennt þeim - þó ekki sé nema pínulitla - íslensku með samskiptum okkar í búðinni.

Stundum skilja þær mig alls ekki og þá þarf ég að tala ensku við þær. Þó er það yfirleitt ég sem tala ensku að fyrra bragði.

Þessar stelpur eru afar umkomulausar fystu dagana og vikurnar í vinnunni og ég man sérstaklega eftir einni sem hóf störf í haust. Hún kunni ekki orð í íslensku þegar hún afgreiddi mig og sagði mér upphæðina á vörunum sem ég keypti á ensku. Næst á eftir mér í röðinni var gömul settleg frú. Þegar unga stúlkan sagði við hana : "Threethousandsixhundredthirtyfour" þá skeit gamla tussan næstum á sig af bræði og bölvaði henni á ljótri íslensku. Aumingja stelpan roðnaði og leið greinilega mjög illa. En á meðan unga stúlkan stóð eins og illa gerður hlutur með tárin í augunum, þá taldi aldna kuntan þrjúþúsundsexhundruðþrjátíuogfjórar krónur upp úr buddunni sinni. Auðvitað skildi sú gamla nákvæmlega það sem stelpan sagði.

Það er afar áhugavert að sú kynslóð sem kenndi minni kynslóð að kurteisi og virðing væru æðst allra gilda skuli haga sér svona - að láta smávægilega samskiptaörðugleika gersneyða sig allri mannvirðingu. Kannski er það ágætt að ákveðin viðmið deyji út með þessari kynslóð. Ætli Útvarp Saga og Frjálslyndi Flokkurinn fylgi henni ekki blessunarlega í gröfina?

Ég hvet sem flesta að snúa sér að erlendu starfsfólki stórverslanna ef upp vakna spurningar. Kennum fólkinu íslensku og tölum ensku ef það skilur ekki og segjum þeim nafn hlutarins á íslensku. Þá er ég viss um að þegar næsti viðskiptavinur spyr sömu spurningar, mun starfsmaðurinn svara á íslensku.

Ekki veit ég hvort stelpurnar í Bónus eru nýbúar, íbúar, nýjir Íslendingar eða bara útlendingar. Ég ætla að leyfa þeim að skilgreina sig sjálfar. Það eitt veit ég að þær eiga hrós skilið.

þriðjudagur, maí 13, 2008

Íslensk tunga

Ég er mikill áhugamaður um íslenska tungu og mér þykir afar vænt um hana.

Hins vegar finnst mér hún stundum vond á bragðið ef eigandi hennar hefur drukkið mikið áfengi og ég er edrú.

laugardagur, maí 10, 2008

Hystería, paranója og egósentríska

Sumir telja það framaskref og ávísun á velgengni að setjast í stúdentaráð. Mín reynsla af stúdentaráði og því fólki sem situr þar er hins vegar sorgleg. Eflaust öðlaðist ég einhverja reynslu af setu minni þar þó hún sé ekki teljandi. Hins vegar komu margir félagar mínir reynslunni ríkari úr stúdentaráði. Þeir voru hysterískir, paranójaðir og egósentrískir.

Er það kannski ágætis veganesti fyrir upprennandi stjórnmálamenn?

föstudagur, maí 09, 2008

Luftgitar

Það er fátt meira töff en að spila á lúftgítar í pönkrokksveit.

fimmtudagur, maí 08, 2008

Sterk beyging

Þú brást mér!

Sagði maðurinn eftir að hann hrökk í kút.

Axlabönd, Axlar-Björn og Axlar-Bjarnarbarnabörn.

Nú er ég á síðustu vaktinni minni á hótelinu. Ég er að hætta því í sumar tek ég við sem hótelstjóri á sumarhóteli úti á landi.

Mikið hefur breyst frá því ég hóf störf hérna í ágúst og þar með talið mittismálið. Í kvöld fór ég í sömu buxurnar og ég fór í fyrsta vinnudaginn minn síðasta sumar. Þá smellpössuðu þær en nú detta þær niður um mig. Sömu sögu er að segja um beltið mitt. Það er of vítt, jafnvel í innsta gatinu. Því brá ég á það ráð að nota axlabönd og þá datt mér í hug Axlar-Björn.

Axlar-Björn er þekktasti fjöldamorðingi Íslandssögunnar og var tekinn af lífi eftir að hann slátraði átján manns á öndverðri 16. öldinni. Á vísindavefnum segir:

Axlar-Björn var dæmdur til dauða og tekinn af lífi árið 1596 að Laugarbrekku; fyrst beinbrotinn á útlimum með sleggjum, síðan afhöfðaður og þar á eftir brytjaður niður og einstakir hlutar úr líkama hans festir upp á stengur.

Ónáttúra Björns gekk í erfðir því að sonur hans Sveinn skotti var hengdur árið 1648 eftir að húsfreyjan í Rauðsdal á Barðaströnd gat látið binda hann þegar hann kom og vildi nauðga henni.


Í öðru svari á Vísindavefnum kemur fram að Axlar-Bjarnarættin er ótrúlega lítil í ljósi þess fyrir hversu löngu hann var uppi. Aðeins fjórtándi hver Íslendingur er afkomandi hans. Og viti menn, hann er ái minn og ekki nóg með það. Sveinn skotti sonur hans er einnig forfaðir minn.

Þá er bara spurning hversu langt “ónáttúra” Björns hefur gengið í erfðir. Múhahahaha.

P.s.

Til að athuga hvort þið séuð afkomendur fjöldamorðingjans þá farið á Íslendingabók skrifið inn “Björn Pétursson” og fæddur 1555.

miðvikudagur, maí 07, 2008

Himnesk standpína

Ætli guðfræðingar fái standpínu þegar Mel Gibson tilkynnir að hann ætli að gera nýja kvikmynd?

Bob Hitler

Þetta er breski leikarinn David Bamber. Hann leikur Adolf Hitler í kvikmyndinni Valkyrie sem kemur út á næsta ári. Í fyrra lék hann "Bob Geldof Lookalike" í myndinni I am Bob.

Það er ekki mjög heppilegt fyrir Bob Geldof að tvífari hans skuli leika Adolf Hitler.

Í Valkyrjunni leikur Tom Cruise Claus Schenk Graf von Stauffenberg, gaurinn sem reyndi að stúta Hitler 1944. Ég er viss um að Krúsainn verður ennþá meira krípí og viðbjóðslegur þegar hann talar með þýskum hreim.

Æðrun

Skáldsagan er æðri ljóðinu.

Rétt eins og feisbúkk er æðri mæspeis.

þriðjudagur, maí 06, 2008

Kossar og knús

Sumir vinir mínir kyssa mig alltaf og knúsa þegar ég hitti þá. Hins vegar hefur enginn þeirra lokkað mig inn á skrifstofu þegar ég er á leiðinni á klósettið á miðri kóræfingu og kysst mig og knúsað þar. Það þætti mér óeðlilegt.

Vaknað við brjálaða löggu

Síðdegis í gær lagði ég mig því ég var á næturvakt í nótt. Um fimmleytið rumskaði ég við það að dyrabjöllunni var hringt en ég nennti ekki að svara því það er ómögulegt að sofna aftur ef ég legg mig fyrir vakt. Nokkrum mínútum síðar er bjöllunni hringt í gríð og erg auk þess að lamið er brjálæðislega á hurðina. Ég rík á fætur og arka að útidyrunum og ég sé í gegnum glerið lögreglukonu.

Það er ekki gaman að vakna og sjá löggu hamast á útidyrahurðinni hjá þér og dingla bjöllunni eins og brjáluð væri! Það fyrsta sem mér flaug í hug var að gasleki væri í húsinu og ég væri í bráðri lífshættu. Með púlsinn í botni og angistarsvip opna ég hurðina og kófsveitt lögreglukonan spyr mig: "Ert þú á grænum Volkswagen Golf?" Ég svara neitandi og hún rýkur í burt.

Þá áttaði ég mig á hvað var um að vera. Gestabústaður forsetans er í næsta húsi og bíllinn var greinilega fyrir krónprinsinum.

Nú er gatan full af lögreglubílum og jeppum sem hljóta að vera frá dönsku leiniþjónustunni því þeir eru svartir og með færanlegum blikkljósum, alveg eins og í bíómyndunum.

Annars sýndist mér skrúðklæddu lögregluþjónarnir allir vera komnir vel á aldur. Það lítur út fyrir að skrifstofublókalögguelítan ein fái að snobba fyrir kóngafólkinu. Það er kannski bara ágætt. Það myndi skjóta svolítið skökku við að sjá Gasmann gæta ríkiserfingjans.

mánudagur, maí 05, 2008

Ef prestur nauðgaði mér

Í Íslandi í dag áðan var viðtal við prest sem veitir forystu faghópi sem sér um kynferðisbrotamál innan kirkunnar. Tilvist þessa faghóps ein og sér hlýtur að vekja upp spurningar varðandi kirkjuna almennt.

Mér skildist af þessum presti að faghópurinn tæki ákvarðanir um hvort kynferðisbrot væru kærð til lögreglu og barnavaldayfirvalda. Hvað verður þá um málin sem ekki eru kærð til lögreglu? Er einungis tekið á þeim innan kirkjunnar?

Ef prestur áreytti mig kynferðislega, hvað þá nauðgaði mér, myndi ég varla leita til faghóps innan kirkunnar.

sunnudagur, maí 04, 2008

Bílar

Ég hef ekki bílpróf og hef engan áhuga á bílum. Samt finnst mér Top Gear vera einhver skemmtilegasti þátturinn í sjónvarpinu.

Ef ég væri ráðherra yrði mitt fyrsta verk að selja ráðherrabílinn og segja upp bílstjóranum. Ég myndi ferðast um í strætó og taka leigubíla ef þess þyrfti.

laugardagur, maí 03, 2008

Í helvíti

er maður fastur í lyftu með Gil Grissom og Kolbrúnu Bergþórsdóttur.

Tilvonandi trúarnöttarar


Fréttablaðið greindi frá því í gær að Kópavogsbær styrkir hóp ungmenna í Krossinum um 100.000 kall til að fara á hallelúja-samkomu í Bandaríkjunum.

Ekki vissi ég að það væri hlutverk bæjarfélaga að borga skemmtiferðir fyrir tilvonandi trúarnöttara.

föstudagur, maí 02, 2008

Óþekktur óþekkur

Áðan spurði ég sjálfan mig hvort ég vildi frekar vera óþekkur eða óþekktur. Svo áttaði ég mig á að ég er bæði.

Nettir gaurar

Adolf Hitler

Josef Fritzl

Wolfgang Priklopil

Jörg Haider


Þetta voru fyrstu Austurríkismennirnir sem komu upp í hugann.

Sjónvarpið í kvöld

21:40 Hetjan unga (Hero in the Family)

Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1986. Sonur geimfara reynir að hjálpa pabba sínum eftir að hann hefur heilaskipti við simpansa.


Kannski maður beili á djamminu í kvöld og horfi þess í stað á Rúv.

fimmtudagur, maí 01, 2008

Flokkadrættir

Ég held að innst inni teljum við okkur öll vera annars flokks. Eins tel ég að við flokkum allt annað fólk sem annað hvort fyrsta eða þriðja flokks. Þó aðallega þriðja flokks.


 

Powered by Blogger