Ef prestur nauðgaði mér
Í Íslandi í dag áðan var viðtal við prest sem veitir forystu faghópi sem sér um kynferðisbrotamál innan kirkunnar. Tilvist þessa faghóps ein og sér hlýtur að vekja upp spurningar varðandi kirkjuna almennt.
Mér skildist af þessum presti að faghópurinn tæki ákvarðanir um hvort kynferðisbrot væru kærð til lögreglu og barnavaldayfirvalda. Hvað verður þá um málin sem ekki eru kærð til lögreglu? Er einungis tekið á þeim innan kirkjunnar?
Ef prestur áreytti mig kynferðislega, hvað þá nauðgaði mér, myndi ég varla leita til faghóps innan kirkunnar.