Afmæli
Ég á afmæli á fimmtudaginn, sama kvöld og júróvísjón. Ég er að hugsa um að halda smá partí og auðvitað er allt gott fólk velkomið.
Nú er það víst í tísku hjá plebbunum að biðja aðeins um gjafir frá ákveðnum verslunum. Ég ætla að fara að þeirra fordæmi og setja nokkrar reglur og ábendingar um gjafirnar sem þið gefið mér:
- Gjafirnar má aðeins versla í Kolaportinu eða í bókaversluninni hjá Braga.
- Þær mega vera á verðbilinu 1-350 kr.
- Helst vil ég bækur sem bera hallærislega titla. Til dæmis bækur Birgittu Halldórsdóttur.
- Einnig megið þið kaupa asnalega eyrnalokka.
- Komið mér á óvart.
- Ég er sérstaklega hrifinn af gjöfum sem þið búið sjálf til.
En stærsta gjöfin væri auðvitað að þetta viðbjóðslega júróvísjónlag okkar kæmist ekki áfram.
Viðbót:
Auðvitað má líka kaupa gjafir í Tiger eins og Oddur gerði.
ég er búin að ákveða gjöf og hún er svo sannarlega á listanum!