Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

þriðjudagur, maí 06, 2008

Vaknað við brjálaða löggu

Síðdegis í gær lagði ég mig því ég var á næturvakt í nótt. Um fimmleytið rumskaði ég við það að dyrabjöllunni var hringt en ég nennti ekki að svara því það er ómögulegt að sofna aftur ef ég legg mig fyrir vakt. Nokkrum mínútum síðar er bjöllunni hringt í gríð og erg auk þess að lamið er brjálæðislega á hurðina. Ég rík á fætur og arka að útidyrunum og ég sé í gegnum glerið lögreglukonu.

Það er ekki gaman að vakna og sjá löggu hamast á útidyrahurðinni hjá þér og dingla bjöllunni eins og brjáluð væri! Það fyrsta sem mér flaug í hug var að gasleki væri í húsinu og ég væri í bráðri lífshættu. Með púlsinn í botni og angistarsvip opna ég hurðina og kófsveitt lögreglukonan spyr mig: "Ert þú á grænum Volkswagen Golf?" Ég svara neitandi og hún rýkur í burt.

Þá áttaði ég mig á hvað var um að vera. Gestabústaður forsetans er í næsta húsi og bíllinn var greinilega fyrir krónprinsinum.

Nú er gatan full af lögreglubílum og jeppum sem hljóta að vera frá dönsku leiniþjónustunni því þeir eru svartir og með færanlegum blikkljósum, alveg eins og í bíómyndunum.

Annars sýndist mér skrúðklæddu lögregluþjónarnir allir vera komnir vel á aldur. Það lítur út fyrir að skrifstofublókalögguelítan ein fái að snobba fyrir kóngafólkinu. Það er kannski bara ágætt. Það myndi skjóta svolítið skökku við að sjá Gasmann gæta ríkiserfingjans.

3 Comments:

  • Þetta hefði getað verið verra. Það hefði getað verið Gasmann sjálfur sem vakti þig.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:21 f.h.  

  • Ætli Gasmann sé ekki annað hvort í launuðu leyfi eða að sinna skrifstofuverkefnum á löggustöðinni.

    Ég efast um að plebbarnir sem stjórna þarna hleypi honum í útköll á næstunni.

    By Blogger Gunni, at 9:59 f.h.  

  • Sjáiði aðfarirnar fyrir ykkur þegar þyrfti t.d. að hindra einhvern í að hoppa fram af Ölfusárbrú, eða stöðva heimilisofbeldi? Þá myndi nú diplómatían aldeilis koma sér vel: GAS GAS GAS EKKI STÖKKVA!

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:58 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger