Á mínum hefðbundna bloggrúnti rak ég augun í umræðu um dreng einn, Viðar Guðjohnsen. Það hafði farið fram hjá mér, eins og mörgum öðrum, að hann segist aðhyllast “hófsama aðskilnaðarstefnu” á heimasíðu sinni. Formaður ungra Frjálslyndra segist vera:
Frjálslyndur þjóðarsinni sem aðhyllist hertari innflytjendalöggjöf og hófsama aðskilnaðarstefnu.
Nú tel ég víst að téður Viðar sé hvorki tornæmur né treggáfaður þó hann sé augljóslega fábjáni. Það hræðir mig.
Þroskaheftu fáráðlingarnir sem ætluðu að bjóða fram til Alþingis undir merkjum Íslenskra þjóðernissinna hræða mig ekki, enda hafa þeir ekki nægilega greind til þess að teljast hættulegir. Sama má segja um krakkana á Suðurnesjum í Íslandi fyrir Íslendinga.
Ég get vel skilið forsendur rasisma sem verður til í ákveðnu umhverfi. T.d. vegna félagslegrar einangrunar ákveðinna samfélagshópa eða þar sem að mikil fátækt ríkir og atvinnuleysi er viðvarandi. En hvað knýr Viðar áfram í hans viðbjóðslegu herferð?
Þegar menn eins og Viðar, sem eru ekki greindarskertir og titla sig sem aðskilnaðar- og þjóðarsinna, setur að mér hroll.
Hvað á maðurinn við með “hófsamri aðskilnaðarstefnu” og hvað er það að vera “þjóðarsinni”? Geturðu svarað því Viðar?
Hvað í andskotanum er “hófsöm aðskilnaðarstefna”? Hvað er þá öfgafull aðskilnaðarstefna?
Reynsla mín er sú að menn sem titla sig “hófsama” eru yfirleitt öfgafullir.
###
Svo leikur mér forvitni á að vita hvernig Viðar ætlar að haga “þjóðarfræðslunni” fyrir nýbúa. Ég legg til að Viðar haldi opinn fyrirlestur í Háskólabíói, ætlaðan fólki frá Austur-Evrópu. Þar getur hann uppfrætt fólkið um fornkappana okkar í Íslendingasögunum; um hetjudáðir þeirra og drengskap.
Ætli hann sleppi kaflanum þar sem þeir lögðust í víking í austurveg inn með Eystrasalti og brenndu bæi, rændu og rupluðu og hópnauðguðu konum á afar kerfisbundinn og skipulagðan hátt?
Nauðganir og ofbeldisverk eru nefninlega ekki uppfinning Letta og Pólverja eins og sumir vilja halda.