Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

föstudagur, febrúar 29, 2008

Lúxuslöggur

Ég hata CSI: Miami. Samt horfi ég á endursýningarnar þegar ég er í vinnunni og hef ekkert betra að gera.

Eitt skil ég ekki við þættina. Af hverju í andskotanum keyrir tæknilið lögreglunnar í Miami um á spánýjum, stífbónuðum Hummerum?

Samkvæmt lauslegri rannsókn minni á netinu kom í ljós að CSI-fólkið keyrir um á svokölluðum H2 útgáfum af Hummer sem eru mun dýrari en hin tegundin H3. Þeir kosta berstrípaðir um 65.000 dollara (um 4.3 millj. ISK) en ég býst við að bílarnir í þáttunum séu hlaðnir aukabúnaði svo upphæðin er eflaust mun hærri (auk þess að gengi dollars gagnvart krónu er frekar lágt, ef maður hugsar þetta í íslenskum krónum).

Ef ég færi til Miami, ætti ég þá von á því að sjá lögguna keyra um á lúxusbílum? Eða ætli þættirnir séu vel sponsoraðir af Hummer?

fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Argasta ergelsi

Stebbifr getur oft verið merkilega hnyttinn, óafvitandi að ég tel. Ég held nefninlega að hann geri sér ekki alltaf grein fyrir því.

Nú í nótt las ég blogg hans um dáleiðsludrenginn Friðrik Ómar og ég gat ekki annað en skellt upp úr:

Miðað við forsögu þess máls er eðlilegt að Friðrik hafi orðið argur yfir framkomu í garð ættingja sína í Smáralind og leiðinlegu orðavali


Ég skil það líka vel að Friðrik sé argur.

Fléttum nú upp í biblíunni minni, Orðabók Menningarsjóðs:

ergi losti, bleyði; kynvilla.

P.s.

Auk þessað merkja gremja, getur ergi einnig merkt "kynhvatareinkenni hjá karldýrum, t.d. hrútum".

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Orð dagsins

embættlingur, -s, -ar K (tilvonandi) embættismaður

Úff, það koma margir frjálshyggjuplebbar upp í hugann.

(Og líka kratar).

föstudagur, febrúar 22, 2008

Rakið dæmi um hálfvitaskap

Það er með ólíkindum hversu miklum ruslaralýð formaður ungra frjálslyndra sankar að sér á kommentakerfi sitt. Flestir eiga það sammerkt að vera óskrifandi fábjánar.

Einn snillingurinn skrifar hárbeittan pistil um glæpahneigð þingmanns framsóknar og formann hans. Þingmaðurinn er augljóslega siðspilltur vegna þess að hann spilar póker. Þar stendu m.a.:

svo að það er kannski kominn tími á að Guðni rífi rassgatið á sér útúr beljunni og fari að vakna.


Þetta er einhver bjánalegasta líking allra tíma.

Það er ekki nóg með manninn skorti greind og orðheppni, ímyndunaraflið er greinilega ekki mjög virkt.

fimmtudagur, febrúar 21, 2008

Leikrit, framhald

1. þáttur

Þriðja atriði


Móðirin og leigubílstjórinn/kúnninn renna í hlaðið við Bónus og ná í drenginn sem stendur úti í rigningunni.

Leigubílstjóri/Kúnni: Af hverju stendurðu hérna úti í rigningunni holdvotur.
Drengur: Því mér var hent út úr Bónus.
Móðir: Var það vegna þess að þú ert svo ljótur, afstyrmið þitt?
Drengur: Nei, vegna þess að það er svo vond lykt af mér.
Leigubílstjóri/Kúnni: Hérna ljúfur, þurrkaðu þér með þessu vaskaskinni. – Þú verður nú að þrífa drenginn kona.
Móðir: Þegi þú syndaselur! Þú segir mér ekki fyrir verkum! Viltu fá að ríða eða ekki?
Leigubílstjóri/Kúnni: Ég er við það að missa áhugann, stækjan sem leggur af drengnum er of megn.
Móðir: Áttu ekki einhverja sápu, svo ómaginn geti þrifið sig?
Leigubílstjóri/Kúnni: Ég á rúðupiss og frostlög.
Móðir: Það ætti að duga. Heyrirðu það litli skítur? Nú færðu að þrifa þig.
Drengur: Takk mamma mín, ég hlakka til.
Móðir: Þú getur þakkað standpínunni við stýrið, endaþarmsælan þín.
Drengur: En hvað með fötin mín mamma mín? Það eru þau sem lykta mest.
Móðir: Þú ferð þá í sturtu í fötunum og þrífur þau og sjálfan þig með rúðupissinu og frostleginum.
Drengur: Takk elsku mamma mín. Nú hef ég fengið allar mínar óskir uppfylltar.
Móðir: Haltu kjafti úldni rassasafinn þinn.

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Ljúgðu Gunni, ljúgðu

Þarsíðasta sumar var ég staddur í lest á leið frá Kaupmannahöfn yfir á Jótland. Gegnt mér sat miðaldra Dani sem fór mjög í taugarnar á mér því hann röflaði stöðugt. Þegar ég var búinn að fá nóg af honum seildist ég ofan í bakpokann minn og tók upp Fjallkirkjuna eftir Gunnar Gunnarsson í þýðingu Halldórs Kiljan. Bókin er 866 blaðsíður. Daninn spurði mig forvitinn hvaða stóru og miklu bók ég væri að lesa. Ég sagðist vera að lesa Kóraninn. Hann yrti ekki á mig það sem eftir var ferðarinnar.

mánudagur, febrúar 18, 2008

Leikrit, framhald

1. þáttur.

Annað atriði


Móðir og drengurinn hennar sitja í viðbjóðslegri stofunni og horfa á Leiðarljós.

Drengur: Mamma nú verð ég að fá eitthvað að borða, annars svelt ég heilu hungri.
Móðir: Ætli ég geti ekki hent þér út í Bónus á leiðinni í Ríkið.
Drengur: Takk mamma mín. Þú ert besta mamma í heimi!
Móðir: Þegiðu kuntuhóran þín og réttu mér símann.
Drengur: En það ert þú sem ert vændiskonan mamma mín.
Móðir: Þú verður gerður út þegar þú verður kynþroska. Þú verður að borga mér til baka. Heldurðu að leigan og upphaldið sé ókeypis?

Móðirin slær inn númer og hringir

Móðir: Sæktu mig núna. Mig vantar bús og húsgangslýðurinn heimtar eitthvað að éta.
Leigubílstjóri/Kúnni: Sjálfsagt, verð kominn eftir tvær.
Móðir: Drullaðu þér í einhver föt, við erum að fara.
Drengur: En ég á bara fötin sem ég er í.
Móðir: Ætlarðu nú að fara að grenja liðleskjan þín.
Drengur: Nei, mamma mín. Ég er tilbúinn.
Móðir: Andskotastu þá út helvítis druslan þín, bíllinn er kominn.

Þau sitja í bílnum með leigubílstjóranum/kúnnanum

Leigubílstjóri/Kúnni: Nei, hvaða litla snáða ertu með þarna?
Móðir: Æ, þetta gerpi? Þetta eru víst drápsklyfjar sem ég sit upp með þangað til þetta verður sjálfala.
Leigubílstjóri/Kúnni: Og hvað heitir þú ungi maður?
Drengur: Það er ekki búið að skíra mig.
Leigubílstjóri/Kúnni: Eitthvað hlýturðu samt að vera kallaður?
Móðir: Hann er ekki kallaður neitt, því hann er ekki neitt þessi skítur. Láttu hann fá fimmhundruðkall.

Leigubílstjórinn/kúnninn lætur drengin fá pening

Móðir: Kauptu einn pakka af dömubindum. Svo máttu kaupa þér lítinn poka af haframjöli, hann ætti að duga þér í viku. Svo skilarðu afgangnum, afturkreistingurinn þinn.
Drengur: Vei, aftur hafragrautur. Takk mamma mín, ég er svo hamingjusamur.
Móðir: Við komum og náum í þig eftir klukkutíma, andskotans ómaginn þinn.

sunnudagur, febrúar 17, 2008

Tíminn líður hratt...

Enn og aftur setur hinn hárbeitti penni Viðar Guðjohnsen hlutina í samhengi fyrir okkur með sinni alkunnu orðsnilld:

Mikilvægt er að ráðamenn þjóðarinnar fari að vakna fyrir þessari glufu í kerfinu og komi í veg fyrir að glæpamenn geti flúið til síns heimalands og fyrnt sig allri ábyrgð.

Ábyrgðin er semsagt orðin forn því maðurinn er í öðru landi. Líður tíminn þá hraðar í útlöndum?

Leikrit

1. þáttur.

Fyrsta atriði


Móðir og drengurinn hennar sitja í skítugri stofu og horfa á Dr. Phil.

Drengur: Mamma, af hverju er himininn blár?
Móðir: Haltu kjafti drullutussan þín og ekki spyrja svona heimskulegra spurninga.
Drengur: Af hverju ertu svona vond við mig elsku mamma mín?
Móðir: Því þú minnir mig á aumingjann hann pabba þinn.
Drengur: En er pabbi ekki uppi hjá guði með englunum?
Móðir: Nei, hann brennur í eilífum vítislogum.
Drengur: Mamma, ég er svangur.
Móðir: Drullastu þá til að fá þér vinnu. Ekki ætlastu til að ég sjái um að fæða þig?
Drengur: En ég er bara sjö ára, hvernig á ég að fá mér vinnu?
Móðir: Einmitt, alveg eins og hann pabbi þinn. Aumingi sem nennir ekki að vinna.
Drengur: En pabbi var fastur í hjólastól og öndunarvél.
Móðir: Helvítis letingi og ónytjungur. Réttu mér bjór.


Svona verður maður fokkt öpp í hausnum af endalausum næturvöktum.

föstudagur, febrúar 15, 2008

Elsku vinur

Gömul kona á hótelinu segir alltaf við mig á kvöldin: "Góða nótt elskan".

Strætóbílstjórinn segir alltaf við mig á morgnana: "Sæll vinur, gjörðu svo vel".


Mér finnst gaman að vera kallaður elska og vinur af ókunnugum.


P.s.

Annþór, plís ekki strjúka aftur úr fangelsi. Allavega ekki fyrr en stebbifr er hættur að blogga. Nú þegar eru komnar fjórar færslur um flótta þinn á bloggið hans og á eflaust eftir að fjölga. Hvers á almenningur í landinu að gjalda?

Af hverju ætli það sé þannig að þeir sem hafa ekkert að segja, blaðra yfirleitt mest?

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Standpína í Köben

Þegar ég var á mínu tuttugasta aldursári og nýskriðinn úr menntaskóla tók ég skyndiákvörðun um að dvelja sumarlangt í Kaupmannahöfn með nokkrum strákum sem ég þekkti misvel. Ég tók með mér allan sjóðinn minn sem var ekki stór og ætlaði að fá mér vinnu þegar ég kæmi út. Einhvern veginn dróst það þar sem maður var með smá sparifé með sér og skemmti sérhvert kvöld. Þegar ágústmánuður gekk í garð var ég orðinn gersamlega blankur og sjálfsvirðing mín leyfði mér ekki að hringja heim og væla út meiri aur. Þá datt mér snilldar ráð í hug. Pabbi minn var staddur á Jótlandi að þjálfa krakka í æfingabúðum og ég bauð honum að koma til Köben yfir helgi til að eiga smá kvolítítæm með syninum. Ég tók á móti honum á lestarstöðinni með tvö reiðhjól og fullan bakpoka af bjór. Svo hjóluðu við saman um borgina og ég var hinn besti leiðsögumaður þar sem ég hafði mælt allar götur Kaupmannahafnar með bjór í hendi í aðgerðarleysi mínu um sumarið. Reyndar var ég ekki alveg aðgerðarlaus því ég las óhemju mikinn Kiljan það sumar. Við pabbi stoppuðum svo á þeim stöðum sem mér fannst mest til koma í borginni og drupum á bjór við hvert stopp. Síðustu krónurnar mínar fóru í að kaupa bjórinn og ég var orðinn allslaus en sagði ekki orð. Eftir að við sturtuðum okkur eftir hjólreiðatúrinn sagðist pabbi ætla að bjóða mér út að borða og munnurinn minn fylltist af vatni þar sem ég hafði ekki borðað neitt nema hrísgrjón og drukkið bjór dögum saman. Ég var um 60 kíló á þeim tíma og 188 sentímetrar. Við ákváðum að fara á Hard Rock og fengum okkur hamborgara og bjór. Maturinn var yndislegur en þegar ég leit á matseðilinn og sá hvað hamborgarinn og bjórinn kostaði langaði mig að æla matnum út úr mér og fá endurgreitt, fara út í Netto og kaupa mér matar- og bjórbirgðir fyrir nokkra daga fyrir sama verð og pabbi greiddi fyrir eina máltíð á veitingastaðnum.

En þetta er nú bara útúrdúr því þessi færsla snýst um myndband eitt sem við sáum á Hard Rock þetta kvöld. Ég er ekki frá því að ég hafi fengið standpínu þar sem ég sat með hamborgarann í annarri og bjór í hinni og horfði á myndbandið. Aldrei fyrr hafði ég séð jafn ófrítt fólk geisla af jafn miklum kynþokka.

Kæru lesendur. Horfið og njótið!



Auðvitað fylgir sögunni að pabbi gaf mér vasapening þegar við skildumst við á lestarstöðinni að helginni lokinni og ég svalt ekki síðustu dagana í köben.

Þó ég hafi komið heim með sært stolt var þetta besta sumar lífs míns.

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Bjór í IKEA

Í morgun ákvað ég að vera duglegur strákur og fara í IKEA og kaupa risastóran pott svo ég gæti eldað kjötsúpu og boðið rónunum í súpu og bjór í hádeginu á morgun. Þeir segja nefninlega miklu skemmtilegri sögur þegar þeir eru ekki á fastandi maga.

Það er mikið vesen fyrir mann sem er ekki með bílpróf að komast í IKEA. Fyrst þarf maður að taka strætó lengst inn í Hafnarfjörð og bíða þar í tuttugu mínútur eftir öðrum vagni sem stoppar í 500 metra fjarlægð frá búðinni.

Meðan ég beið eftir seinni vagninum ráfaði ég um í verslunarmiðstöðinni Firðinum. Þar festi ég kaup á vídjókameru á 15.000 kall. Ekki slæm kaup það!

Í IKEA keypti ég fullt af drasli til að fegra upp á vistarverur mínar auk pottsins stóra og það kom mér á óvart hvað allt var ódýrt. Þreyttur eftir gönguna inni í búðinni stoppaði ég við á veitingastaðnum og fékk mér kjötbollur og bjór. Bjór og léttvín er til sölu í IKEA!!! Á meðan ég skóflaði kjötbollunum í mig og skolaði þeim niður með bjór leið mér eins og ég væri staddur í siðmenntuðu samfélagi á meginlandi Evrópu en ekki á Íslandi þar sem maður er litinn hornauga fyrir að fá sér rauðvín eða bjór með hádegismatnum.

Núna kraumar kjötsúpan í pottinum og ég smakkaði aðeins á henni og hún er guðdómleg.

###


Þetta er magnað. Ég get ekki betur séð en að Ármann Reynisson hafi skrifað þessa frétt sjálfur.

Þetta er vangefið fyndið.

Djöfull eru Sigurður og Ármann fokking dandy.

P.s.

Ármann, drullastu til að segja okkur hverjir mennirnir voru sem elskuðust á stöndinni! Ég geri ráð fyrir að þú sért annar þeirra og ég skýt á að hinn hafi verið Geir Ólafsson.

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Örlögin

Eftir daginn í dag held ég að það sé eitthvað vit í örlagatrú. Ég hef ávallt reynt að vera kurteis og drengur góður en tveimur manneskjum hef ég hallmælt á bloggi mínu (örugglega miklu fleiri en ég nenni ekki að rifja það upp).

Viðar Guðjohnsen kallaði ég fábjána í síðustu færslu minni.

Ágúst Borgþór kallaði ég ógreindarskertan hálfvita fyrir stuttu síðan.

Í hádeginu fór ég á Bókhlöðuna og fyrsti maðurinn sem ég mætti var Viðar Guðjohnsen. Til allra hamingju þekkti hann mig ekki eða var ekki búinn að lesa síðustu færslu mína. Mér var létt.

Eftir síðasta tíma í dag rölti ég á Barinn að hitta Arngrím og Jón Örn. Ég fór að afgreiðsluborðinu og pantaði mér bjór og tók eftir því að Ágúst Borgþór sat gegnt mér. Hann þekkti mig ekki heldur.

Djöfull er ég sáttur við að hafa aldrei póstað mynd af mér á bloggið.

Ég yrti á Ágúst og með okkur tókst spjall. Hann var miklu skemmtilegri en ég hafði ímyndað mér. Á endanum kom hann til mín, Jóns og Agga upp í reykherbergi og við spjölluðum saman um bókmenntir í góðar tuttugu mínútur.

Sorrí Ágúst, mér finnst þú ekki vera ógreindarskertur hálfviti. Vissulega ertu ógreindarskertur en skrif þín eru hins vegar oft og tíðum hálfvitaleg.

Viðar, mér finnst þú enn vera fábjáni.

Vibbalegur Viðar

Á mínum hefðbundna bloggrúnti rak ég augun í umræðu um dreng einn, Viðar Guðjohnsen. Það hafði farið fram hjá mér, eins og mörgum öðrum, að hann segist aðhyllast “hófsama aðskilnaðarstefnu” á heimasíðu sinni. Formaður ungra Frjálslyndra segist vera:

Frjálslyndur þjóðarsinni sem aðhyllist hertari innflytjendalöggjöf og hófsama aðskilnaðarstefnu.


Nú tel ég víst að téður Viðar sé hvorki tornæmur né treggáfaður þó hann sé augljóslega fábjáni. Það hræðir mig.

Þroskaheftu fáráðlingarnir sem ætluðu að bjóða fram til Alþingis undir merkjum Íslenskra þjóðernissinna hræða mig ekki, enda hafa þeir ekki nægilega greind til þess að teljast hættulegir. Sama má segja um krakkana á Suðurnesjum í Íslandi fyrir Íslendinga.

Ég get vel skilið forsendur rasisma sem verður til í ákveðnu umhverfi. T.d. vegna félagslegrar einangrunar ákveðinna samfélagshópa eða þar sem að mikil fátækt ríkir og atvinnuleysi er viðvarandi. En hvað knýr Viðar áfram í hans viðbjóðslegu herferð?

Þegar menn eins og Viðar, sem eru ekki greindarskertir og titla sig sem aðskilnaðar- og þjóðarsinna, setur að mér hroll.

Hvað á maðurinn við með “hófsamri aðskilnaðarstefnu” og hvað er það að vera “þjóðarsinni”? Geturðu svarað því Viðar?

Hvað í andskotanum er “hófsöm aðskilnaðarstefna”? Hvað er þá öfgafull aðskilnaðarstefna?

Reynsla mín er sú að menn sem titla sig “hófsama” eru yfirleitt öfgafullir.

###

Svo leikur mér forvitni á að vita hvernig Viðar ætlar að haga “þjóðarfræðslunni” fyrir nýbúa. Ég legg til að Viðar haldi opinn fyrirlestur í Háskólabíói, ætlaðan fólki frá Austur-Evrópu. Þar getur hann uppfrætt fólkið um fornkappana okkar í Íslendingasögunum; um hetjudáðir þeirra og drengskap.

Ætli hann sleppi kaflanum þar sem þeir lögðust í víking í austurveg inn með Eystrasalti og brenndu bæi, rændu og rupluðu og hópnauðguðu konum á afar kerfisbundinn og skipulagðan hátt?

Nauðganir og ofbeldisverk eru nefninlega ekki uppfinning Letta og Pólverja eins og sumir vilja halda.

mánudagur, febrúar 04, 2008

Frítt bús

Iss, þessar ráðherralufsur fá ekki nema tvær rauðvín frá bönkunum.

Í gær sat ég í lobbíinu í vinnunni og mændaði mínu eigið bisnes þegar hollenskur hótelgestur vatt sér að mér og spurði mig hvort ég drykki áfengi. Ég játti því og hann snerist á hæl og kom aftur skömmu síðar með eins lítra flösku af Bacardi rommi og fékk mér í hendur og bað mig að njóta vel.

Fyrir nokkrum vikum var franskur krakkahópur á mínum aldri á hótelinu og síðasta kvöldið þeirra spurði einn þeirra mig hvort ég drykki áfengi og auðvitað játaði ég því. Þá komur þau niður í halafófu með allt áfengið sem þau höfðu ekki klárað og á endanum stóð ég uppi með tvo kassa af bjór.

Fólk glápti stíft á mig þegar ég tók stætó heim klukkan átta um morguninn á mánudegi drekkhlaðinn af áfengi.

Skrítið af hverju fólk vill ekki taka áfengi með sér í flug. Ég meina, fólk kaupir sér hvort eð er áfengi í fríhöfninni.

Um daginn seldi gestur mér sígarettukarton á þúsundkall. Með því sparaði ég fimmþúsundkall.

Víst getur verið einmanalegt í vinnunni og oft drepleiðist mér (þakka mínum sæla þó fyrir msn) en plúsarnir eru miklu fleiri en mínusarnir.

laugardagur, febrúar 02, 2008

Skamm stelpa

Sigurbjörg Þrastardóttir er, eftir síðustu bók sína Blysfarir, komin í hóp minna uppáhalds skálda. Ég hef einnig gluggað í hennar fyrri verk sem eru fín en Blysfarir var á köflum snilldarleg. Hún hefur mögnuð tök á sínu myndmáli og hefur áhugaverðan stíl.

Þegar ég opnaði síðu 2 í Lesbókini í morgun bjóst ég við að finna þar sniðugan pistil eftir skáldkonuna og sá að hún skrifaði um borgarmálin og átti ég von á að ég myndi sjá nýjan og áhugaverðan vinkil á þá katastrófíu. Því miður varð ég fyrir miklum vonbrigðum. Pistillinn var leiðinlegur, hrokafullur og vitlaus.

Ég vona að hún hafi verið full eða með hita þegar hún reit pistilinn því ég vil ekki að einn af mínum uppáhalds pennum riti svona vitleysu allsgáður.

Sirkus og orð dagsins

Fyrr í kvöld kom maður í lobbíð til mín að leita upplýsinga. Hann er miðaldra, svolítið lúðalegur útlendingur sem er einn síns liðs í skemmtiferð á Íslandi. Ég aðstoðaði hann og seldi honum ferð á Þingvelli og Gullna-hringinn og með okkur tókst spjall. Upp úr dúrnum kom að hann var ótrúlega fróður um Ísland og vissi greinilega sínu viti. Hann tjáði mér að honum hugnaðist illa niðurrif gamalla húsa í miðbænum og hann hlakkaði miklu meira til að fara á Sirkus í kvöld en að skoða þjóðgarðinn, hverinn og fossinn.

Þetta finnst mér magnað!

En hann var svolítið stressaður og hélt að hann myndi passa illa inn í umhverfið á Sirkus. Ég sagði honum að hann þyrfti ekkert að óttast, liðið sem hangir þar væri í öllum regnbogans litum (nema kannski í gráum jakkafötum). Hann sló til og þegar hann kom til baka brosti hann út að eyrum og sagði að hann hefði passað eins og flís við rass inn í hópinn og var afar sáttum við að hafa fengið sér ölkrús á heitasta, krúttlegasta og furðulegasta stað í Norður-Evrópu áður en honum væri lokað.

###

Ég var að flétta í Orðabók Menningarsjóðs (4. prentun 1990, 2. útgáfu 1983) áðan mér til ánægju og yndisauka. Þá rakst ég á oriðið "reyfari":

reyfari, a, -ar léleg skáldsaga, skemmtisaga, saga sem ekki er samin eftir bókmenntalegum, listrænum sjónarmiðum


Það er ekkert annað! LÉLEG SKÁLDSAGA. Auðvitað verður að taka með í reikninginn að árið 1983 var engin glæpasagnahefð á Íslandi og kannski skiljanlegt að virtir rithöfundar létu það eiga sig að skrifa glæpasögur þegar þesslags hugsunarháttur var ríkjandi. Þegar Birgitta Halldórsdóttir hóf að gefa út sínar yndislegu bækur var hennar grein dæmd sem ”saga sem er ekki samin eftir bókmenntalegum, listrænum sjónarmiðum”.

Ég get ekki beðið eftir því að komast heim og flétta í orðabókarútgáfunni hans Marðar og sjá hvað stendur þar um reyfara.


 

Powered by Blogger