Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

fimmtudagur, febrúar 21, 2008

Leikrit, framhald

1. þáttur

Þriðja atriði


Móðirin og leigubílstjórinn/kúnninn renna í hlaðið við Bónus og ná í drenginn sem stendur úti í rigningunni.

Leigubílstjóri/Kúnni: Af hverju stendurðu hérna úti í rigningunni holdvotur.
Drengur: Því mér var hent út úr Bónus.
Móðir: Var það vegna þess að þú ert svo ljótur, afstyrmið þitt?
Drengur: Nei, vegna þess að það er svo vond lykt af mér.
Leigubílstjóri/Kúnni: Hérna ljúfur, þurrkaðu þér með þessu vaskaskinni. – Þú verður nú að þrífa drenginn kona.
Móðir: Þegi þú syndaselur! Þú segir mér ekki fyrir verkum! Viltu fá að ríða eða ekki?
Leigubílstjóri/Kúnni: Ég er við það að missa áhugann, stækjan sem leggur af drengnum er of megn.
Móðir: Áttu ekki einhverja sápu, svo ómaginn geti þrifið sig?
Leigubílstjóri/Kúnni: Ég á rúðupiss og frostlög.
Móðir: Það ætti að duga. Heyrirðu það litli skítur? Nú færðu að þrifa þig.
Drengur: Takk mamma mín, ég hlakka til.
Móðir: Þú getur þakkað standpínunni við stýrið, endaþarmsælan þín.
Drengur: En hvað með fötin mín mamma mín? Það eru þau sem lykta mest.
Móðir: Þú ferð þá í sturtu í fötunum og þrífur þau og sjálfan þig með rúðupissinu og frostleginum.
Drengur: Takk elsku mamma mín. Nú hef ég fengið allar mínar óskir uppfylltar.
Móðir: Haltu kjafti úldni rassasafinn þinn.

2 Comments:

  • Við erum búin að fá nóg af æskuminningum þínum. Farðu nú aftur að sýna hvað þú ert góður að gera aaaaaaa við rónana.

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:52 e.h.  

  • Þakka þér kærlega fyrir helvítis drullukuntan þín. Þessi síða er snilld.

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger