Frítt bús
Iss, þessar ráðherralufsur fá ekki nema tvær rauðvín frá bönkunum.
Í gær sat ég í lobbíinu í vinnunni og mændaði mínu eigið bisnes þegar hollenskur hótelgestur vatt sér að mér og spurði mig hvort ég drykki áfengi. Ég játti því og hann snerist á hæl og kom aftur skömmu síðar með eins lítra flösku af Bacardi rommi og fékk mér í hendur og bað mig að njóta vel.
Fyrir nokkrum vikum var franskur krakkahópur á mínum aldri á hótelinu og síðasta kvöldið þeirra spurði einn þeirra mig hvort ég drykki áfengi og auðvitað játaði ég því. Þá komur þau niður í halafófu með allt áfengið sem þau höfðu ekki klárað og á endanum stóð ég uppi með tvo kassa af bjór.
Fólk glápti stíft á mig þegar ég tók stætó heim klukkan átta um morguninn á mánudegi drekkhlaðinn af áfengi.
Skrítið af hverju fólk vill ekki taka áfengi með sér í flug. Ég meina, fólk kaupir sér hvort eð er áfengi í fríhöfninni.
Um daginn seldi gestur mér sígarettukarton á þúsundkall. Með því sparaði ég fimmþúsundkall.
Víst getur verið einmanalegt í vinnunni og oft drepleiðist mér (þakka mínum sæla þó fyrir msn) en plúsarnir eru miklu fleiri en mínusarnir.