Leikrit
1. þáttur.
Fyrsta atriði
Móðir og drengurinn hennar sitja í skítugri stofu og horfa á Dr. Phil.
Drengur: Mamma, af hverju er himininn blár?
Móðir: Haltu kjafti drullutussan þín og ekki spyrja svona heimskulegra spurninga.
Drengur: Af hverju ertu svona vond við mig elsku mamma mín?
Móðir: Því þú minnir mig á aumingjann hann pabba þinn.
Drengur: En er pabbi ekki uppi hjá guði með englunum?
Móðir: Nei, hann brennur í eilífum vítislogum.
Drengur: Mamma, ég er svangur.
Móðir: Drullastu þá til að fá þér vinnu. Ekki ætlastu til að ég sjái um að fæða þig?
Drengur: En ég er bara sjö ára, hvernig á ég að fá mér vinnu?
Móðir: Einmitt, alveg eins og hann pabbi þinn. Aumingi sem nennir ekki að vinna.
Drengur: En pabbi var fastur í hjólastól og öndunarvél.
Móðir: Helvítis letingi og ónytjungur. Réttu mér bjór.
Svona verður maður fokkt öpp í hausnum af endalausum næturvöktum.
Bíð spenntur eftir öðrum þætti, minnir á uppáhaldsljóðabókina mína Blótgælur, það blása ungir vindar, áfram strákur.
Capone, velur sér lítil gleðiefni.