Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Bjór í IKEA

Í morgun ákvað ég að vera duglegur strákur og fara í IKEA og kaupa risastóran pott svo ég gæti eldað kjötsúpu og boðið rónunum í súpu og bjór í hádeginu á morgun. Þeir segja nefninlega miklu skemmtilegri sögur þegar þeir eru ekki á fastandi maga.

Það er mikið vesen fyrir mann sem er ekki með bílpróf að komast í IKEA. Fyrst þarf maður að taka strætó lengst inn í Hafnarfjörð og bíða þar í tuttugu mínútur eftir öðrum vagni sem stoppar í 500 metra fjarlægð frá búðinni.

Meðan ég beið eftir seinni vagninum ráfaði ég um í verslunarmiðstöðinni Firðinum. Þar festi ég kaup á vídjókameru á 15.000 kall. Ekki slæm kaup það!

Í IKEA keypti ég fullt af drasli til að fegra upp á vistarverur mínar auk pottsins stóra og það kom mér á óvart hvað allt var ódýrt. Þreyttur eftir gönguna inni í búðinni stoppaði ég við á veitingastaðnum og fékk mér kjötbollur og bjór. Bjór og léttvín er til sölu í IKEA!!! Á meðan ég skóflaði kjötbollunum í mig og skolaði þeim niður með bjór leið mér eins og ég væri staddur í siðmenntuðu samfélagi á meginlandi Evrópu en ekki á Íslandi þar sem maður er litinn hornauga fyrir að fá sér rauðvín eða bjór með hádegismatnum.

Núna kraumar kjötsúpan í pottinum og ég smakkaði aðeins á henni og hún er guðdómleg.

###


Þetta er magnað. Ég get ekki betur séð en að Ármann Reynisson hafi skrifað þessa frétt sjálfur.

Þetta er vangefið fyndið.

Djöfull eru Sigurður og Ármann fokking dandy.

P.s.

Ármann, drullastu til að segja okkur hverjir mennirnir voru sem elskuðust á stöndinni! Ég geri ráð fyrir að þú sért annar þeirra og ég skýt á að hinn hafi verið Geir Ólafsson.

2 Comments:

  • hahahaha :D hann er hress þessi Ármann. Og næst skaltu hringja í systur þína og fara með henni í IKEA. Kærastinn hennar er vondur við hana og vill ekki fara með henni þangað.

    By Blogger Tinna, at 10:54 e.h.  

  • Ef ég þekkti landsbókavörð sem gengi undir nafninu dr. R. Ramachandran myndi ég aldrei láta mér detta annað í hug en taka hann trúanlegan.

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:23 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger