Ljúgðu Gunni, ljúgðu
Þarsíðasta sumar var ég staddur í lest á leið frá Kaupmannahöfn yfir á Jótland. Gegnt mér sat miðaldra Dani sem fór mjög í taugarnar á mér því hann röflaði stöðugt. Þegar ég var búinn að fá nóg af honum seildist ég ofan í bakpokann minn og tók upp Fjallkirkjuna eftir Gunnar Gunnarsson í þýðingu Halldórs Kiljan. Bókin er 866 blaðsíður. Daninn spurði mig forvitinn hvaða stóru og miklu bók ég væri að lesa. Ég sagðist vera að lesa Kóraninn. Hann yrti ekki á mig það sem eftir var ferðarinnar.