Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Örlögin

Eftir daginn í dag held ég að það sé eitthvað vit í örlagatrú. Ég hef ávallt reynt að vera kurteis og drengur góður en tveimur manneskjum hef ég hallmælt á bloggi mínu (örugglega miklu fleiri en ég nenni ekki að rifja það upp).

Viðar Guðjohnsen kallaði ég fábjána í síðustu færslu minni.

Ágúst Borgþór kallaði ég ógreindarskertan hálfvita fyrir stuttu síðan.

Í hádeginu fór ég á Bókhlöðuna og fyrsti maðurinn sem ég mætti var Viðar Guðjohnsen. Til allra hamingju þekkti hann mig ekki eða var ekki búinn að lesa síðustu færslu mína. Mér var létt.

Eftir síðasta tíma í dag rölti ég á Barinn að hitta Arngrím og Jón Örn. Ég fór að afgreiðsluborðinu og pantaði mér bjór og tók eftir því að Ágúst Borgþór sat gegnt mér. Hann þekkti mig ekki heldur.

Djöfull er ég sáttur við að hafa aldrei póstað mynd af mér á bloggið.

Ég yrti á Ágúst og með okkur tókst spjall. Hann var miklu skemmtilegri en ég hafði ímyndað mér. Á endanum kom hann til mín, Jóns og Agga upp í reykherbergi og við spjölluðum saman um bókmenntir í góðar tuttugu mínútur.

Sorrí Ágúst, mér finnst þú ekki vera ógreindarskertur hálfviti. Vissulega ertu ógreindarskertur en skrif þín eru hins vegar oft og tíðum hálfvitaleg.

Viðar, mér finnst þú enn vera fábjáni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger