Skamm stelpa
Sigurbjörg Þrastardóttir er, eftir síðustu bók sína Blysfarir, komin í hóp minna uppáhalds skálda. Ég hef einnig gluggað í hennar fyrri verk sem eru fín en Blysfarir var á köflum snilldarleg. Hún hefur mögnuð tök á sínu myndmáli og hefur áhugaverðan stíl.
Þegar ég opnaði síðu 2 í Lesbókini í morgun bjóst ég við að finna þar sniðugan pistil eftir skáldkonuna og sá að hún skrifaði um borgarmálin og átti ég von á að ég myndi sjá nýjan og áhugaverðan vinkil á þá katastrófíu. Því miður varð ég fyrir miklum vonbrigðum. Pistillinn var leiðinlegur, hrokafullur og vitlaus.
Ég vona að hún hafi verið full eða með hita þegar hún reit pistilinn því ég vil ekki að einn af mínum uppáhalds pennum riti svona vitleysu allsgáður.
Ég fílaði líka Blysfarir. Hins vegar er Sigurbjörg mjööög mistæk, hvort sem það er í pistlum, skáldsögum eða ljóðum.