Tíminn líður hratt...
Enn og aftur setur hinn hárbeitti penni Viðar Guðjohnsen hlutina í samhengi fyrir okkur með sinni alkunnu orðsnilld:
Mikilvægt er að ráðamenn þjóðarinnar fari að vakna fyrir þessari glufu í kerfinu og komi í veg fyrir að glæpamenn geti flúið til síns heimalands og fyrnt sig allri ábyrgð.
Ábyrgðin er semsagt orðin forn því maðurinn er í öðru landi. Líður tíminn þá hraðar í útlöndum?
Mér brá meira við fyrirsögnina: Tími á íslenska erfðarannsóknastöð lögreglu. Komandi frá Viðari Guðjohnsen, hvað gæti það verið?