Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

föstudagur, febrúar 15, 2008

Elsku vinur

Gömul kona á hótelinu segir alltaf við mig á kvöldin: "Góða nótt elskan".

Strætóbílstjórinn segir alltaf við mig á morgnana: "Sæll vinur, gjörðu svo vel".


Mér finnst gaman að vera kallaður elska og vinur af ókunnugum.


P.s.

Annþór, plís ekki strjúka aftur úr fangelsi. Allavega ekki fyrr en stebbifr er hættur að blogga. Nú þegar eru komnar fjórar færslur um flótta þinn á bloggið hans og á eflaust eftir að fjölga. Hvers á almenningur í landinu að gjalda?

Af hverju ætli það sé þannig að þeir sem hafa ekkert að segja, blaðra yfirleitt mest?

1 Comments:

  • Fimmta færslan komin hjá Stebba kl. 3:15 á aðfaranótt laugardags.

    Á maðurinn ekkert líf? Situr hann virkilega við tölvuna allan sólahringinn og bíður eftir fréttum á mbl til að blogga um?

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:57 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger