Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

föstudagur, febrúar 29, 2008

Lúxuslöggur

Ég hata CSI: Miami. Samt horfi ég á endursýningarnar þegar ég er í vinnunni og hef ekkert betra að gera.

Eitt skil ég ekki við þættina. Af hverju í andskotanum keyrir tæknilið lögreglunnar í Miami um á spánýjum, stífbónuðum Hummerum?

Samkvæmt lauslegri rannsókn minni á netinu kom í ljós að CSI-fólkið keyrir um á svokölluðum H2 útgáfum af Hummer sem eru mun dýrari en hin tegundin H3. Þeir kosta berstrípaðir um 65.000 dollara (um 4.3 millj. ISK) en ég býst við að bílarnir í þáttunum séu hlaðnir aukabúnaði svo upphæðin er eflaust mun hærri (auk þess að gengi dollars gagnvart krónu er frekar lágt, ef maður hugsar þetta í íslenskum krónum).

Ef ég færi til Miami, ætti ég þá von á því að sjá lögguna keyra um á lúxusbílum? Eða ætli þættirnir séu vel sponsoraðir af Hummer?

2 Comments:

  • Þoli ekki CSI heldur, þó að maður eigi það til að kíkja á þá (já skammast mín). Alltof mikið af óþarfa brjóstaskoru-skotum á ferðinni. Er það líklegt að allar löggur og rannsóknarstofulið í BNA sé allt saman megabeib?

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:17 e.h.  

  • CSI eru frábærir þættir þó Miami útgáfan sé allra síst (leiðinlegir leikarar).

    En hvað er að því að hafa megabeib í þáttunum? Það eru ekki allar löggur eins og þeir í lethal weapon eða Die Hard, samt góðar myndir. Og þar er ekki brjóstaskora, heldur eru þeir berir að ofan.

    By Blogger Dagur Snær, at 12:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger