Hamartá
Ég var að lesa í merkri bók sem ég vinn við að laga, að táin sem er næst stórutánni væri kölluð hamartá (e. hammertoe), tá sem er stöðugt kreppt um fremri kjúkuliðinn og stundum um báða. Ég hafði nú alltaf kallað þessa tá vísitá, eða eins og vinur minn sagði: "Ég kalla þetta nú bara tána við hliðina á stórutánni". Svona er mannslíkaminn ótrúlegt fyrirbæri.