Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

mánudagur, ágúst 23, 2004

Firra hægrimanna

Furðuleg grein á andriki.is í dag. Þar er andstæðingum alþjóðavæðingarinnar kennt um að tollamúrar séu reistir og segir m.a.: "Bók Martins Wolfs er yfirgripsmikil og fróðleg og mikilvægt framlag til umræðunnar um alþjóðavæðingu. Röksemdir hennar munu þó líklega engin áhrif hafa á áköfustu andstæðinga alþjóðavæðingarinnar. Þeir eru of uppteknir við að skrifa kröfuspjöld gegn bættum lífskjörum til að kynna sér afleiðingar baráttu sinnar."

Þetta þykja mér áhugaverð rök. Í mínum huga er það ekki þeim, sem mótmæla misnotkun stórfyrirtækja á vinnuafli í þróunarríkjum og einkavæðingarofbeldi hægrisinnaðra ríkisstjórna vestra gagnvart þriðja heiminum, að kenna að vestrið byggir tollamúra. Það eru einmitt stórfyrirtækin og áhrifavaldar innan kapítalískra ríkja sem óttast það mest að tollamúrar gagnvart þróunarríkjunum verði felldir niður. Það vita það allir að t.d. framleiðsla landbúnaðarvara er mun ódyrari í þriðja heiminum en t.d. á Selfossi. Það eru stórfyrirtæki sem eiga hlutdeild í stórum mörkuðum á Vesturlöndum sem hræðast ódýra framleiðsluhætti og innkomu þriðjaheimsríkja á þeirra markaði sem setja hömlur á frjáls viðskipti.

Það er mikill misskilningur að friðelskandi fólk sem berst fyrir mannréttindum sé ástæða þess að þriðjaheimsríki fá ekki að selja sínar afurðir á okkar mörkuðum. Ég held að hægrimenn ættu að líta sér nær í þessum efnum.

2 Comments:

  • Hmm... Ótrúlega góður punktur hjá þér! Sé þig núna í nýju ljósi, hélt að almennt væru Röskvufólk ekki þínkandi...

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:19 e.h.  

  • Jú, jú. Það er ótrúlegt en satt! Við Röskvufólk höfum aksjúalí heila, og notum hann stundum, jafnvel á Stúdentaráðsfundum.

    By Blogger Gunni, at 3:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger