Busen
Hvenær kemur þetta nýja leiðarkerfi Strætó eiginlega. Ég er orðinn hundleiður á því sem nú er í gangi. Las reyndar á heimasíðu Strætó að stofnleiðirnar 6 sem teknar verða í notkun myndu aka á tíu mínútna fresti á álagstímum. Það finnst mér vera til bóta. Svo á að auka forgang vagnanna í umferðinni á álagstímum. Það er alltof lítið að því hér og vonar maður því að umferðarmenningin batni í kjölfarið. En kerfið verður ekki tekið í notkun fyrr en búið er að gera breytingar við Hlemm. Hann verður bókað rifinn! Og svo þegar þessar blessuðu framkvæmdir við færslu Hringbrautar líkur þá fer að sjá fyrir endann á þessu öllu saman. Ég vona að samgöngur milli Reykjavíkur og Kópavos, Garðabæjar og Hafnafjarðar eigi eftir að batna. Það eru alltof margir sem að keyra þessu löngu leið. Ój, mengun, puff, puff.
Já, rífum Hlemm!