Sivjarspell
Siv farin og svo flokkurinn í kjölfarið. Hennar verður ekki sárt saknað. Ég gúgglaði reyndar nafninu mínu um daginn og þá blasti við mér heimasíðan hennar, einhverjar myndir frá því að ég fór einhverntíman á fund hjá henni með einhverjum ungliðum. Svo kom líka upp heimasíða frjálshyggjufélagsins, skrýtið.
Ætli Siv sé hæfari en hinir ráðherrarnir?
Valgerður: Tók námskeið í þýsku og ensku, engin gráða utan stúdentsprófs.
Árni: Samvinnuskólapróf og einhver námskeið. Engin gráða.
Guðni: Búfræðipróf. Kemur mikið á óvart. Útskrifaðist 1968, lærði örugglega mikla heimspeki og rökhugsun.
Jón: Samvinnuskólapróf.
Halldór: Löggildur endurskoðandi og einhver fleiri námskeið.
Það lítur út fyrir að Siv, með sína B.s. gráðu í sjúkraþjálfun, hafi mestu menntunina fyrir utan formanninn. Áhugavert. Ég held að þetta segi meira um Framsókn en Siv.
Svo er Árni Mathiesen dýralæknir sem er óendanlega fyndið. Hahahaha
Er gengið út frá því að menntun = hæfi?