Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

föstudagur, ágúst 20, 2004

Sivjarspell

Siv farin og svo flokkurinn í kjölfarið. Hennar verður ekki sárt saknað. Ég gúgglaði reyndar nafninu mínu um daginn og þá blasti við mér heimasíðan hennar, einhverjar myndir frá því að ég fór einhverntíman á fund hjá henni með einhverjum ungliðum. Svo kom líka upp heimasíða frjálshyggjufélagsins, skrýtið.

Ætli Siv sé hæfari en hinir ráðherrarnir?

Valgerður: Tók námskeið í þýsku og ensku, engin gráða utan stúdentsprófs.

Árni: Samvinnuskólapróf og einhver námskeið. Engin gráða.

Guðni: Búfræðipróf. Kemur mikið á óvart. Útskrifaðist 1968, lærði örugglega mikla heimspeki og rökhugsun.

Jón: Samvinnuskólapróf.

Halldór: Löggildur endurskoðandi og einhver fleiri námskeið.


Það lítur út fyrir að Siv, með sína B.s. gráðu í sjúkraþjálfun, hafi mestu menntunina fyrir utan formanninn. Áhugavert. Ég held að þetta segi meira um Framsókn en Siv.

Svo er Árni Mathiesen dýralæknir sem er óendanlega fyndið. Hahahaha

3 Comments:

  • Er gengið út frá því að menntun = hæfi?

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:33 e.h.  

  • Menntun er vissulega hluti af hæfi og mér finnst að æðstu ráðamenn þjóðarinnar ættu í það minnsta að hafa háskólapróf (það ætti a.m.k. að teljast til undantekninga ef ráðherra hefur ekki próf en ekki öfugt eins og það er hjá framsókn), en vissulega koma aðrir þættir til, eins og t.d. þingreynsla. Árni Magnússon hefur enga þingreynslu, samt er hann tekinn fram fyrir Siv sem er mun reynslumeiri sem bæði ráðherra og þingmaður.

    By Blogger Gunni, at 10:00 f.h.  

  • Mér skilst að Halldór sé sérstaklega hrifinn af Árna Magnússyni og vilji jafnvel gera hann að arftaka sínum. Sel ég það ekki dýrara ...

    By Blogger Arngrímur Vídalín, at 2:09 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger