Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

miðvikudagur, mars 26, 2008

Móðurkynjaðir moðerfokkerar


Með meira skart, síðara hár og fleygnari skoru en konan

Ég hef oft velt fyrir mér orðinu metrósexjúal, hvað það nákvæmlega þýðir og merkir. Við fyrstu sýn virðist það einfaldlega merkja eitthvað á borð við: sá sem tileinkar sér stórborgarlega hætti og siði.

Orðið metrópólis þýðir stórborg. Það er komið úr grísku þar sem métér þýðir móðir og pólis borg, semsagt móðurborg.

Þó að í fyrrihluta orðsins metró-sexjúal sé augljóslega vísað til metrópólitan þá er fyrrihlutinn engu að síður styttur svo einungis stendur eftir metró, þ.e.a.s. móðir.

Þetta finnst mér skemmtilega freudískt og um leið rifjast upp fyrir manni hugtakið psychosexual development svo og goðsögnin um Ödipus sem drap pabba sinn og reið mömmu sinni. Hún er varðveitt í leikriti Sófókless, og útlegging Freuds á henni, ödipusarduldin, er athyglisverð þegar merking orðsins metrósexjúal er skoðuð.


Taylor Hanson

Ég hef aldrei séð íslenskun á orðinu metrósexjúal og efast um að það myndi lukkast að snúa orðinu yfir á hið ylhýra. Flestir segja einfaldlega metró þegar átt er einstakling af þessu undarlega kyni, sem er skondið ef við skoðum upprunalega merkingu þess, móðir.

Svo er líka mjög sérstakt að það virðist líta út fyrir að aðeins karlmenn geti verið metrósexjúal sem gerir þetta allt saman enn freudískara.


Eins og háklassa hommaklám

En hvað er það sem einkennir metrósexjúal stráka? Jú, þetta eru gagnkynhneigðir strákar sem taka mið af "hinu kvenlega" og að einhverju leiti það sem mætti kalla "hinu hommalega". Þeir fara í húðhreinsun, raka af sér líkamshár, ganga um með stóra demantseyrnalokka, nota sérstakar hárvörur og eyða óratíma fyrir framan spegilinn. Sumir nota jafnvel andlitsfarða og naglalakk.



Flestir metrógaurar sem ég þekki eru einmitt stæltir stelpustrákar með matsjó-komplexa sem héngu í pilsfaldi mæðra sinna langt fram yfir kynþroska.

1 Comments:

  • Jæja, herra hótelstjóri. Það tók ekki langan tíma að finna þig.

    By Blogger ErlaHlyns, at 5:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger