Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

sunnudagur, mars 16, 2008

Treiler-trashj tjallar



Eyjan birti frétt um þetta unga og fallega par fyrir skemmstu. Eftir örlitla athugun kom í ljós að fréttin er víst tveggja ára gömul og var greinilega lauslega þýdd af vef einhvers bresks fjölmiðils en blaðamaður hefur ekki tekið eftir aldri fréttarinnar.

Þessi viðkunnalegi gaur, Keith Macdonald, barnaði semsagt þessa gellu, Stacy Barker, sem væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að barnið er hans sjöunda með jafn mörgum stelpum. Hann var þá 21 árs, atvinnulaus og hafði ekki borgað pund í meðlög auk þess sem sakaskrá hans er þéttskrifuð. Helsta áhugmál hans eru spilakassar.

Flestar gellurnar sem hann barnaði kynntist hann í strætó, sló þeim gullhamra og fór svo beisikallí með þær heim og reið þeim. Hann er á móti smokkum og notar þá aldrei. Á einum tímapunkti voru þrjár gellur þungaðar eftir hann í einu.

Í flestum tilvikum hefur hann dömpað stelpunum en ein barnsmóðir hans sparkaði honum eftir að hann buffaði á henni bumbuna meðan hún var ólétt.

Kelly Bonner fæddi sjötta barn hans aðeins tveimur mánuðum eftir burð þess fimmta. Hann dömpaði henni með SMS-skilaboði sem var svohljóðandi: "Kel, you R out ov my life, love Keith". Stuttu síðar byrjaði hann að negla bestu vinkonu hennar, hina sextán ára Vicky Errington.


Óska ég parinu alls hins besta og vona innilega að barnið verði heilbrigt og ekki jafn mikið viðbjóðslegt rusl og foreldrarnir.

3 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger