Stórhættulegir, eiturlyfjasjúkir glæpamenn á Bifröst handsamaðir
Fjölmennur hópur frá lögreglunni í Borgarfirði og Dölum, fíkniefnalögreglunni í Reykjavík, sérsveit lögreglunnar og Tollgæslunni tók þátt í aðgerðinni og notast var við þrjár sérþjálfaða hunda.
Eftir margra mánaða undirbúning og skipulagningu í höfuðstöðvum embættis Ríkislögreglustjóra fékkst loks botn í þetta grafalvarlega mál og telst það nú upplýst. Fregnir herma að nokkrir lögreglumenn hafi dulbúist sem nemendur í skólanum og stundað þar nám síðan í haust og áunnið sér traust og virðingu eiturlyfjafíklanna og glæpamannanna á Bifröst. Tóku lögreglumennirnir hlutverk sitt mjög alvarlega og neyddist einn þeirra m.a. til að fá sér einn „smók“ af kannabisvindlingi til að koma ekki upp um sig. Talsmaður Ríkislögreglustjóra sagði í samtali við blaðamann Árnagarðs að þetta hafi tekið mjög á lögreglumennina og að þeir hafi verið sendir á heilsuhælið í Hveragerði í afvötnun og endurhæfingu áður en þeir fá að snúa aftur til fjölskyldna sinna.
Aðgerðin heppnaðist að sögn vel og þurftu sérsveitarmenn ekki að skjóta úr byssum sínum en stórhættuleg vopn fundust í einni íbúðinni, m.a. brauðhnífur, heklunál og ostaskeri. Fíkniefnin fundust eftir víðtæka leit á borðstofuborði, sófaborði og í öskubakka í íbúðunum. Hafa þau nú verið send í efnagreiningu og fá sérstaka flýtimeðferð vegna alvarleika málsins. Samkvæmt öruggum heimildum fundust alls 0,5 grömm af fíkniefnum á vettvangi. Talið er að um sé að ræða 0,2 grömm af kannabisefnum og 0,3 grömm af kókaíni og amfetamíni. Samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ er götuverðmæti efnanna samtals um 3.164 kr.1)
Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir þeim grunuðu og eru þau því frjáls ferða sinna.
Ágúst Einarsson, rektor á Bifröst rak nemendurna þrjá, tvo karlmenn og eina konu, umsvifalaust úr skólanum. Einnig hefur kirkjan bannfært þau að eilífu.
1) Skv. SÁÁ er götuverð á hassi 2.050 kr. per gramm, amfetamíni 4.940 kr. og kókaíni 13.420 kr.
Athugasemdir:
Hebbifr: Þetta mál er allt hið dapurlegasta og það er afar sorglegt til þess að vita að ungt og upprennandi menntafólk hafi ánetjast eiturlyfjum. En það er bót í máli hve vasklega lögreglan gekk fram í þessu máli. Við megum alls ekki gefa eftir í baráttunni við fíkniefnadjöfulinn. Æska landsins er í húfi!
Ég er einnig sammála ákvörðun Ágústs rektors um brottreksturinn. Það er mjög mikilvægt að maður í hans stöðu sýni ekki linkind í þessu máli og setji með því fordæmi.
Þó vona ég innilega að þeir sem voru teknir með fíkniefnin bæti sitt ráð og snúi við blaðinu.
Loosen [url=http://www.INVOICEFORFREE.COM]invoice online[/url] software, inventory software and billing software to design gifted invoices in one sec while tracking your customers.