Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

laugardagur, mars 01, 2008

Rassar og aftanákeyrslur

Geðþekki og orðheppni Njarðvíkingurinn lætur til skarar skríða enn á ný.

Eins og dyggir lesendur muna þá átti hann þessi ummæli í síðustu viku:

svo að það er kannski kominn tími á að Guðni rífi rassgatið á sér útúr beljunni og fari að vakna


Ekki veit ég hvort Guðni sé enn með rassgatið í beljunni en þessi drengur er greinilega mjög upptekinn af rössum. Kíkjum á næstu færslu:

Eigum við ekki nóg með okkar eigin kynferðisglæpamenn?? Væri forvitnilegt að vita hvort að þessir menn eigi sér sögu í slíkum málum í heimalandi sínu... Einhver fréttasnápurinn til í að rífa sig af rassgatinu og kynna sér málið?? :D


Ekki væri ég til í að vera blaðamaðurinn sem rifi mig af rassgatinu. Það gæti verið nokkuð sársaukafullt. Svo bætir hann við:

Svo koma væntanlega einhverjir réttindasinnar hér inn og segja að við Íslendingar séum ekkert skárri og við hin svörum að við þurfum ekki að flytja slíkan viðbjóð inn til landsins og þá verðum við kölluð rasistar og bla bla bla


Guð forði okkkur frá því að "réttindasinnar" tjái sig. Þar sem hann stillir sér upp sem andstæðu "réttindasinna" er þá með réttu hægt að kalla hann "rangindasinna"?

Og nú kemur rúsínan í pylsuendanum. Hann heldur áfram að tala um fjárhættuspil í nýjustu færslu sinni og þar stendur:

Það keyrði allt afturábak í þjóðfélaginu þegar að einstaklingar fóru að koma með reynslusögur úr heimi fjárhættuspilana


Miklar umferðatafir urðu þegar reynslusögurnar spruttu af vörum fólks vegna mikils fjölda árekstra sem urðu þegar bílar bökkuðu hver á annan. Segja má að keyrt hafi um þverbak.

3 Comments:

  • vá hvað fólk getur verið orðsnjallt...



    ...not

    By Blogger Tinna, at 7:51 e.h.  

  • Setti inn athugasemd við hatursfærslu þína gagnvart mér.

    Kv.
    Viðar Guðjohnsen

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:14 e.h.  

  • Þegar að Gísli skrifar færslur sínar og þú lest þær og skrifar um þær á þessari síðu þá kemur þú út eins og hálfgerður mongólíti sem er með íslenskukunnáttu á við lesblindan tælending sem aldrei hefur komið til Íslands.

    Lestu aftur yfir færslurnar hans og lestu þér til um myndmál og fleira í þeim dúr áður en þú ferð að taka allt sem er í færslunni hans svo bókstaflega aftur.

    By Blogger Unknown, at 9:30 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger