Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

sunnudagur, apríl 27, 2008

Takk sömuleiðis, asninn þinn

Oft og iðulega koma ferðamenn til mín í vinnunni og segja mér að Ísland sé afar fallegt land og ætlast um leið til þess að ég þakki þeim fyrir að segja það. Yfirleitt segi ég einfaldlega að ég sé þeim sammála því mér þykir Ísland einnig fallegt. Mér finnst fáránlegt að ég þurfi að þakka nokkrum manni fyrir að finnast landið fagurt. Ég ber enga ábyrgð, hvorki á fegurð landsins né ljótleika, ef því er að skipta. Það vill bara svo til að ég fæddist hér og ég bý hér.

Þetta finnst mér álíka fáránlegt og að ég myndi ætlast til þess að fólk þakkaði mér fyrir að segja að stjörnurnar á himnum séu fallegar, aðeins vegna þess að viðkomandi býr undir þeim.

###

Um daginn báðu tveir Svíar mig um að panta fyrir sig leigubíl í IKEA.

Ég ætla rétt að vona að þeir séu tengdir fyrirtækinu á einhvern hátt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger