K(v)islingar
Í morgun þegar ég kom heim úr vinnunni beið mín á tröppunum kisan sem býr í næsta húsi. Henni finnst gaman að koma í heimsókn því hún fær alltaf eitthvað gott að borða. Í morgun fékk hún sushi.
Kettir eru latir tækifærissinnar. Þeir haga seglum eftir vindi og eru engum háðir. Þeir geta auðveldlega leikið tveimur skjöldum, ef ekki fleirum, og þjóna oft fleiri en einum húsbónda. Segja má að þeir séu nokkurs konar kvislingar.
Er það ekki Fluffy, grár og hvítur og úfinn köttur? Köttur með karakter.
Hann kom oft, og tókst einu sinni að smjúga sér inn um stofugluggann klukkan fjögur um nótt, hehe.