Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

laugardagur, apríl 19, 2008

Felling eða fall

Í svartnættinu þegar kristur kynnir

sér í kauphöllinni hvort gengið verði fellt

og menn segja: jújú og hann uppí hjólbarðann

að hamstra dekk til að geta geymt og selt

en guð býr í gengishruni amma

æ geymdu handa mér meyjarblómið amma


Ekki er ég sannfærður um að guð búi í gengishruni, eða í nokkrum hlut ef því er að skipta, en svo orti Megas í ljóðinu Vertu mér samferða inní blómalandið amma.

Eftir fall krónunnar undanfarnar vikur hef ég séð hvern fjármálaspekinginn á fætur öðrum tala um gengisfellingu.

Fyrir mér er gengisfelling þegar gengið er fellt með handafli (pólitískri ákvörðun), rétt eins og Megas yrkir um. Hins vegar er hrun krónunnar nú ekki felling heldur fall. Því finnst mér rangnefni að segja gengisfelling, réttara væri að segja gengisfall.

2 Comments:

  • Þegar ég las fyrirsögnina hélt ég í fyrstu að færslan fjallaði um búsældarlegt kvenfólk. Öðruvísi mér áður brá.

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:56 e.h.  

  • hahahaha :D

    By Blogger Tinna, at 7:51 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger