In memoriam
Módernisminn er dauður. Hann framdi sjálfsmorð því hann var einmana og enginn skildi hann lengur. Enda var hann genginn í barndóm og þjakaður af hrörnunarsjúkdómi. En rétt áður en hann fargaði sér reið hann rómantíkinni og er hún nú stefna ekki einsömul og á von á sér fljótlega. Margir munu koma til með að fagna afsprenginu en einnig verður það fordæmt af miðaldra afturhaldssinnuðum hrokkinhærðum ístrubelgjum og aftaníhnýtingum þeirra. En það breytir engu. Sá heimur sem við þekkjum verður óþekkjanlegur því við verðum einu skrefi nær því að skyggnast inn í veruleikann á bak við veruleikann. Nú skulum við syrgja, en aðeins hæfilega lengi því okkar bíður mikið starf.