Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

fimmtudagur, apríl 17, 2008

Ó-ó

Í gærmorgun ætlaði ég í Bónus á Laugarveginum að versla í matinn en kom að læstum dyrunum því búðin opnar ekki fyrr en á hádegi. Það sökkar.

Þess í stað fór ég í nærliggjandi sjoppu og fékk mér pylsu. Á meðan ég át pylsuna flétti ég í gegnum gamalt Séð og heyrt og las þar viðtal við Kötu Jakobs um óléttuföt. Þar kom fram að Kata á peysu sem bæði óléttar konur sem og ó-óléttar konur geta klæðst.

Ó-ólétt er mjög heimskulegt orð.

Þegar ég var búinn með pylsuna var enn hálftími þangað til Bónus opnaði og ég nennti ekki að bíða og ákvað að fara frekar upp í Hallgrímskirkuturn. Ég var einn í turninum í góða stund og gat því fengið mér sígó þar uppi og horft yfir ógeðslega ljótu borgina mína.

4 Comments:

  • Þetta er fallegasta borg í heimi! Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík!

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:14 e.h.  

  • Mér þykir afskaplega vænt um Reykjavík en ljót er hún. Um það verður varla deilt.

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:36 f.h.  

  • hún er ekkert ljót.....bara... Reykjavík :)

    By Blogger Tinna, at 11:14 f.h.  

  • Hún er tragíljótísk.

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger