Ó-ó
Í gærmorgun ætlaði ég í Bónus á Laugarveginum að versla í matinn en kom að læstum dyrunum því búðin opnar ekki fyrr en á hádegi. Það sökkar.
Þess í stað fór ég í nærliggjandi sjoppu og fékk mér pylsu. Á meðan ég át pylsuna flétti ég í gegnum gamalt Séð og heyrt og las þar viðtal við Kötu Jakobs um óléttuföt. Þar kom fram að Kata á peysu sem bæði óléttar konur sem og ó-óléttar konur geta klæðst.
Ó-ólétt er mjög heimskulegt orð.
Þegar ég var búinn með pylsuna var enn hálftími þangað til Bónus opnaði og ég nennti ekki að bíða og ákvað að fara frekar upp í Hallgrímskirkuturn. Ég var einn í turninum í góða stund og gat því fengið mér sígó þar uppi og horft yfir ógeðslega ljótu borgina mína.
Þetta er fallegasta borg í heimi! Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík!