Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

fimmtudagur, apríl 24, 2008

Með brjálæðisglampa í augum og froðu í munnvikum

Ég rak upp stór augu þegar ég horfði á fréttatíma RÚV áðan á netinu. Var þetta Viðar Guðjohnsen sem var dreginn á brott í handjárnum af tveimur lögreglumönnum? Getur það verið? Ég gat ekki betur séð.

Með brjálæðisglampa í augum og froðu í munnvikum öskrar hann af óstjórnlegri heift:

Þeir eru að berja Íslendinga! Þeir eru að berja samlanda sína!


Ekki veit ég hvaða útlendinga lögreglan ætti að lúskra á í stað skrílsins í múgæsingunni. Þankagangur þessa manns er stórfurðulegur.

Ég ákvað að kíkja á heimasíðu drengsins í kjölfarið og athuga hvað hann segði um málið en þar var aðeins myndskeið af löggunni buffa pabba hans eftir að pabbinn öskraði og steytti hnefa í átt að henni. Það er greinilegt að pabbinn er jafn mikið hyski og afkvæmið.

Fréttamaður sjónvarps sagði í upphafi fréttatímans að uppþotið í dag kæmi á óvart. Þvílík vitleysa. Það var aðeins tímaspursmál hvenær slægi harkalega í brýnu milli mótmælanda og lögreglu. Ekki ætla ég að leggja dóm á það hver byrjaði, enda skiptir það ekki máli. Ofbeldið var óumflýjanlegt. Lögreglan og mótmælendurnir eru nefninlega margir hverjir af sama sauðahúsi.

Lögguna var farið að kitla í hnúana sem sást best þegar snældugeggjaður lögregluþjónn sprautaði eitri í andlit mótmælendanna meðan hann öskraði eins og manískur: „GAS GAS“ rétt eins og í útrýmingarbúðum. Þeir hafa ekkert aksjón fengið síðan í sumar greyjin. Stundum held ég að það sé frekar greindarskortur en fjárskortur sem plagar lögregluna.

Að sama skapi eru bílstjórarnir þreyttir og pirraðir á því að enginn hlusti á þá, enda hafa þeir afar lítið að segja. Þeir þrá að láta berja á sér og gefa kannski eitt eða tvö högg áður en þeir eru snúnir niður í jörðina. Þeir þarfnast þess að vera píslarvættir.

Í nótt sá ég Kastljósið endursýnt. Hvernig datt bílstjórunum í hug að láta Sturlu, þennan bavíana vera talsmann sinn? Það hlýtur einhver í stéttinni að hafa aðeins meira vit í kollinum en þessi einfeldningur. En það er kannski ekki greindinni fyrir að fara hjá þeirri stétt rétt eins og hjá löggunni.

Í lokin verð ég að bæta því við að það var svolítið fyndið að um leið og myndskeiðið af Viðari var á enda var strax klippt inn brot þar sem útskriftakrakkar mættu á staðinn í SS-búninum með hakakrossinn á upphandleggnum.

Myndbrotið má sjá með því að spóla 4 min og 50 sek inn í fréttatímann.

6 Comments:

  • Gas! Gas! Rýmið götuna! Gas!

    Menn eru almennt sammála um að honum hafi farist illa úr hendi með þessum gólum. Hitt er svo annað að þetta eru verklagsreglur. Þetta er gert svo fólk viti hvað er að gerast sama hvar það er í þvögunni. Gjallarhorn hefði þá verið betri hugmynd.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:57 e.h.  

  • ég á ekki til eitt aukatekið orð

    By Blogger Unknown, at 2:39 e.h.  

  • ég á ekki til eitt aukatekið orð...

    By Blogger Tinna, at 2:40 e.h.  

  • þetta átti ekki að koma undir nafninu Lára...afskakið

    By Blogger Tinna, at 2:42 e.h.  

  • Þetta er bara yndisleg færsla hjá þér Gunni! Hló mig alveg máttlausa, þú ert snilldarpenni!

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:29 f.h.  

  • Mikið er ánægður með Viðar, minn gamla bekkjarfélaga. Hófsami þjóðernissinninn toppar þarna sjálfan sig í vitleysunni.

    En eru ekki líkur á að Sturla Jónsson verði í framboði fyrir Frjálslynda í næstu kosningum? Hann myndi smellpassa í hópinn

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:22 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger