Dauður forseti
Afskaplega finnst mér það aumt þegar menn troða pólitískum stimplum á löngu dauða kalla. Mér finnst það bera vott um að menn eru annað hvort rökþrota eða hafa vondan málstað að verja. Viddi G. segir Jón Sigurðsson hafa verið frjálslyndan þjóðernissinna.
Öllum má vera ljóst að Jón Sigðurðsson var sjálfstæðissinni, en að fullyrða eitthvað umfram það er heimskulegt.
Mér fannst þetta svolítið skemmtilegt. Langt síðan maður hefur heyrt Jón gamla misnotaðan svona, hélt jafnvel hann væri farinn úr tísku. Nú bíð ég bara eftir að trukkabílstjórarnir segi að Jón Sigurðsson hefði stutt lækkað bensínverð.