Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

mánudagur, apríl 21, 2008

Dauður forseti

Afskaplega finnst mér það aumt þegar menn troða pólitískum stimplum á löngu dauða kalla. Mér finnst það bera vott um að menn eru annað hvort rökþrota eða hafa vondan málstað að verja. Viddi G. segir Jón Sigurðsson hafa verið frjálslyndan þjóðernissinna.

Öllum má vera ljóst að Jón Sigðurðsson var sjálfstæðissinni, en að fullyrða eitthvað umfram það er heimskulegt.

2 Comments:

  • Mér fannst þetta svolítið skemmtilegt. Langt síðan maður hefur heyrt Jón gamla misnotaðan svona, hélt jafnvel hann væri farinn úr tísku. Nú bíð ég bara eftir að trukkabílstjórarnir segi að Jón Sigurðsson hefði stutt lækkað bensínverð.

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:23 e.h.  

  • Ekki Jesú, hann hefði sagt að bílstjórar kæmust ekki til himna frekar en bílarnir þeirra gegnum nálarauga. En hann var hvort eð er bara einhver útlendingur og ekki tökum við mark á svoleiðis.

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:14 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger