Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

fimmtudagur, apríl 10, 2008

Áróra

Þegar heiðskýrt er og ég er í vinnunni eru túristar duglegir að koma til mín og spyrja mig um norðurljósin. Þessar samræður eru nær undantekningarlaust afar heimskulegar. Rétt í þessu voru einar á þessa leið:

Túristi: Sjást norðurljósin í kvöld?

Ég: Kannski, ég veit það ekki.

Túristi: Hvernig er hægt að vita það?

Ég: Með því að horfa.

Túrist: Hvar get ég séð þau?

Ég: Á himninum.

Túristi: Hvar á himninum?

Ég: Aaaa, þarna uppi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger