Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

miðvikudagur, apríl 09, 2008

Stétt með stétt

Nýjustu fréttir herma að einhver leikarinn sé farinn að negla annan leikara.

Svona gæti önnur hver frétt á slúðurmiðlunum hafist. Það er með ólíkindum hversu margir leikarar sækja sér maka og bólfélaga í eigin stétt. Þetta er áhugaverð stúdía. Ég tel líklegustu ástæðuna vera athyglissýki. Enda þótt fræga fólkið kveinki sér undan áreyti þá elskar það athyglina sem það fær og bókstaflega þrífst á henni.

Verst er þegar tveir hollívúdd leikarar mæta saman á mannfagnaði þar sem er allt morandi í fjölmiðlafólki og segjast bara vera vinir.

Kennarar er önnur stétt sem leitar ekki langt yfir skammt í makavali og á mörgum kennarastofum má finna hjón og pör.

Af hverju ætli að þetta einhæfa munstur einkenni aðeins þessar stéttir? Eru ef til vill fleiri stéttir sem haga sér svona? Stjórnmálamenn?

Mér finnst þetta fyrirkomulag hið besta mál og vil sjá fleiri starfsstéttir tileinka sér þennan sið. Gaman væri til dæmis að sjá rafvirkja giftast í stórum stíl. Já og leigubílstjóra, kokka eða lögreglumenn.

11 Comments:

  • a) Báðar starfsgreinar eru með óvenjulegan vinnutíma (kennarar með sína endalausu heimavinnu og, tjaa, þúst, leikarar).

    b) Nálægt því jafnt kynjahlutfall (kannski fleiri karlleikarar en kvenleikarar og fleiri kvenkennarar en karlkennarar, en ekkert miðað við leigubílstjóra og ræstitækna).

    c) Báðar stéttir samanstanda af hópi af fólki með svipuð áhugamál.

    Aðrar sifjaspilltar stéttir eru t.d. starfsfólk sjúkrahúsa, sjónvarpsstöðva, flugfélaga osfrv..

    By Blogger Bastarður Víkinga, at 11:12 e.h.  

  • Ég negli oftast aðra háskólanema...

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:34 f.h.  

  • Doddi:

    Hvað með kynjahlutfall í kennarastéttinni?

    "Báðar stéttir samanstanda af hópi af fólki með svipuð áhugamál."

    Hvað í andskotanum veistu um það? Varstu fullur þegar þú skrifaðir þetta?

    Oddur:

    Ég hélt að þú negldir aðallega hótelstarfsmenn!

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:53 f.h.  

  • Ég meinti nú ekki 'frímerkjasöfnun og langir labbitúrar meðfram ströndinni' þegar ég sagði áhugamál. Áhugamál var bara eina orðið sem mér datt í hug. Ég meina bara að tveir kennarar eru líklegri til að vera svipað víraðir en t.d. tveir gangbrautarverðir.

    Og eins og ég sagði, það eru kannski dulítið fleiri konur en karlar sem eru kennarar (þá aðallega grunnskólum, þetta snýst við því ofar sem þú ferð í kerfið), en ekkert á við, t.d., flugfreyjur.

    Beisikallý, ef þú ignorar bara allt annað sem ég blaðra, þá meina ég bara að fólk sækir í það mengi af fólki sem það umgengst. Leikarar umgangast aðallega aðra leikara afþví þannig er djobbið. Sama með kennara (þó ekki jafn). Og lækna. Osfrv..

    By Blogger Bastarður Víkinga, at 4:43 f.h.  

  • Ég held að gangbrautaverðir séu oftast svipað víraðir. Þeir verja örugglega miklum tíma saman á sambýlunum þar sem þeir búa.

    Svo held ég að læknar umgangist aðallega sjúklinga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:02 f.h.  

  • Ég get varla hreyft mig fyrir öllum læknahjónunum sem ég þekki. Annars efast ég ekki um að þeir fleki sjúklinga og sjúkraliðana líka.

    By Blogger Bastarður Víkinga, at 5:05 f.h.  

  • ég er alltaf að negla leikara

    By Blogger gulli, at 12:23 e.h.  

  • Ég mun gera það í sumar Gunni

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:37 e.h.  

  • Ég held að kennarar og leikarar eigi það sameiginlegt að fá kynferðislega ánægju út úr því að tala um starfið sitt. Það gæti orðið pínlegt ef þeir para sig út úr stéttinni, en aftur á móti þjónað sem hluti af forleik ef um tvo kennara eða tvo leikara er að ræða.

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:11 e.h.  

  • Kristín.

    Nú fæ ég martraðir.

    Fá kennarar kynferðislega ánægju út úr því að tala um starfið till?!

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:57 f.h.  

  • Þú hefur greinilega aldrei sofið hjá kennara!

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:51 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger