Stétt með stétt
Nýjustu fréttir herma að einhver leikarinn sé farinn að negla annan leikara.
Svona gæti önnur hver frétt á slúðurmiðlunum hafist. Það er með ólíkindum hversu margir leikarar sækja sér maka og bólfélaga í eigin stétt. Þetta er áhugaverð stúdía. Ég tel líklegustu ástæðuna vera athyglissýki. Enda þótt fræga fólkið kveinki sér undan áreyti þá elskar það athyglina sem það fær og bókstaflega þrífst á henni.
Verst er þegar tveir hollívúdd leikarar mæta saman á mannfagnaði þar sem er allt morandi í fjölmiðlafólki og segjast bara vera vinir.
Kennarar er önnur stétt sem leitar ekki langt yfir skammt í makavali og á mörgum kennarastofum má finna hjón og pör.
Af hverju ætli að þetta einhæfa munstur einkenni aðeins þessar stéttir? Eru ef til vill fleiri stéttir sem haga sér svona? Stjórnmálamenn?
Mér finnst þetta fyrirkomulag hið besta mál og vil sjá fleiri starfsstéttir tileinka sér þennan sið. Gaman væri til dæmis að sjá rafvirkja giftast í stórum stíl. Já og leigubílstjóra, kokka eða lögreglumenn.
a) Báðar starfsgreinar eru með óvenjulegan vinnutíma (kennarar með sína endalausu heimavinnu og, tjaa, þúst, leikarar).
b) Nálægt því jafnt kynjahlutfall (kannski fleiri karlleikarar en kvenleikarar og fleiri kvenkennarar en karlkennarar, en ekkert miðað við leigubílstjóra og ræstitækna).
c) Báðar stéttir samanstanda af hópi af fólki með svipuð áhugamál.
Aðrar sifjaspilltar stéttir eru t.d. starfsfólk sjúkrahúsa, sjónvarpsstöðva, flugfélaga osfrv..