Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

fimmtudagur, apríl 10, 2008

Auðmenn eða útlendingar?

Það kemur mér ekki á óvart að Viðar Guðjohnsen heldur varla vatni yfir mótmælum vörubílstjóranna. Mig rekur ekki minni til þess að hann hafi áður dásamað mótmæli, til dæmis friðar- og umhverfisverndarsinna.

Ef til vill finnst honum mótmæli friðar- og umhverfisverndarsinna leiðinleg. Enda eru þau skipulögð og friðsöm og alveg skýrt hverju er verið að mótmæla.

Mótmæli vörubílstjóranna eru hins vegar af allt öðrum toga. Þau eru óskipulögð, tilviljanakennd og einkennast af ringulreið. Í þeim felst einnig ákveðið ofbeldi, þó það sé ekki líkamlegt (enn sem komið er að minnsta kosti). Svo er líka erfitt að henda reiður á hverju virkilega er verið að mótmæla. Viðar er hins vegar ekki í nokkrum vafa um það (feitletranir eru mínar):

Á síðastliðnum árum er markvisst búið að strípa landið og erlendir sem innlendir auðmenn búnir að kaupa upp stóran hluta af náttúruauðlindum okkar. Auðmenn sem svífast einskis til þess að ræna af okkur auðlindum okkar, landinu okkar og svo að lokum frelsinu, þeir sem eru að veðsetja landið, þeir sem eru í óða önn að gera okkurþrælaþjóð.


Og svo á öðrum stað:

Þessi ummæli ráðamanna þjóðarinnar um að bílstjórarnir séu glæpamenn eru varla við hæfi þegar þessir sömu ráðamenn hafa gefið öll völd til auðmanna, auðmanna
sem nú eru í óða önn að ræna af okkur öllu því sem okkur er heilagt.


Notkun Viðars á persónufornöfnum er áhugaverð sem og orðanotkun hans almennt. Hann segir að einhver óskilgreindur hópur manna, “erlendir sem innlendir auðmenn”, séu að stela af þér landinu og frelsinu og ætli hvorki meira né minna en að hneppa þig í þrældóm. Og ekki nóg með það, þeir ætla að stela trúnni líka, öllu sem þér er heilagt.

Svona hræðsluáróður auðvitað vel þekkur, að æsa og espa fólk upp í að kenna einhverjum “öðrum” um allt sem miður fer og ef þú stendur ekki upp og verð þig með kjafti og klóm þá stela “þeir” ekki bara lífinu, heldur sálinni af þér á endanum.

Hitler pönkaðist á minnihlutahópum. Það má auðvitað segja að auðmenn séu minnihlutahópur. En hverjum á Viðar eftir að kenna um ef hér verður raunveruleg kreppa og fólk tapar eignum og atvinnu? Varla auðmönnum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger