Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

fimmtudagur, janúar 17, 2008

Áran(s)

Á menntaskólaárunum heillaðist ég af fólki sem heillaðist af spíritisma og fannst magnað að miklir hugsuðir og þjóðþekkt skáld hafi safnast saman á miðilsfundum til að ná sambandi við andaheima og eilífðina. Í dag finnst mér þetta spaugilegt.

Á baksíðu 24 stunda í dag talar Ellý við Ragnheiði Ólafsdóttur árulesara og miðil. Þar segir hún:

Árulestur er þegar þú ert búin að læra að tengja þig við einstaklinga og lest árurnar í kring um þá. Áran er sex metrar í radíus í kring um okkur. Það greinast óteljandi litir í áru hvers og eins. Á meðan við erum lífs er þessi áruhjúpur greinilega í kring um okkur og ég les úr því árusviði sem fólk hefur í kring um sig.


Nú er kærkomið tækifæri til að sanna að þessir miðlar og árulesarar séu ekkert annað en peningaplokkandi falsspámenn.

Ég legg til að við tökum fimm lík og fimm lifandi einstaklinga og komum þeim fyrir í beinni línu með tólf metra millibili á gólfinu í Laugardalshöll og fáum svo árulesarana upp í stúku og látum þá segja okkur hvar líkin séu og hvar árugeislandi lifendurnir séu. Það ætti ekki að vera mikið mál. Eða hvað?

1 Comments:

  • þetta er áreiðanlega besta hugmynd sem ég hef heyrt frá þér :D

    By Blogger Tinna, at 10:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger