Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

miðvikudagur, janúar 16, 2008

Svarthærður á sandölum

Nú er Raúl farinn aftur norður og ég kominn úr sveitinni. Ég slappaði vel af og er endurnærður. Samt var eins og ég fyndi fyrir timburmönnum á mánudaginn enda þótt ég hafi verið bláedrú fyrir norðan. Svo er ég líka með undarlega dökkt hár, eins og versti fm-hnakki.

###

Síðastliðið sumar fékk ég í afmælisgjöf sandala sem eru einstaklega þægilegir og bestu skór sem ég hef nokkurn tímann átt. Þegar sumarið var liðið og tekið að hausta þurfti ég að huga að skóbúnaði mínum, því ekki gengur maður í sandölum á veturna. Ég ákvað að ekkert annað kæmi til greina en skór af sömu tegund og sandalarinir; Ecco. Þegar komið var í skóbúðina fékkst ég ekki einu sinni til að máta því ódýrustu skórnir kostuðu það sama og fjórir kassar af bjór! Ég gekk út í strætóskýli á sandölunum mínum og hef gengið í þeim síðan og það hefur ekkert truflaði mig þangað til í gærmorgun. Þá fyrst blotnaði ég í fæturna þegar ég gekk niður fjórar tröppur fyrir utan vinnustað minn því það var ekki búið að moka snjóinn af þeim. Annars hef ég verið þurr í fæturna í allan vetur þrátt fyrir að ganga í sandölum.

Ég mæli sterklega með því að fólk gangi í sandölum á veturna en eigi ódýra kuldaskó úr Hagkaup fyrir þessa tvo daga á ári sem það er meira en eins sentímetra snór á gangbrautum borgarinnar. Svo er líka aldrei táfýla af manni og ég get hæglega prjónað ullarsokka fyrir kuldaskræfur.

2 Comments:

  • ég hitti þennan Raúl á knæpu um helgina. klikkaður gaur maður

    By Blogger gulli, at 10:57 f.h.  

  • Ég er búinn að frétta að hann sé snarruglaður en bráðmyndarlegur.

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger