Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

föstudagur, janúar 11, 2008

Raúl bloggar

Sæl öll og takk fyrir hlýjar móttökur. Ég vil byrja á því að biðjast afsökunar á bloggleysi en ég er bara svo feiminn, ólíkt Gunna. Ég er búinn að vera í Reykjavík síðan á mánudaginn og dvel í Bankastrætinu þar sem Gunni býr. Ég heyrði í honum í morgun og honum líður vel á Sauðárkróki og biður að heilsa.

Reykjavík er lítil, krúttleg og hlýleg borg en umfram allt er hún ljót. Skipulagsleysið og kaosið í arkitektúrinum er mjög einkennilegt. Gunni býr við hliðina á húsum númer 4 og 6 við Laugaveg og mér finnst ótrúlegt að hann vilji ekki að klambrarnir verði rifnir. Svona ljótir kofar misbjóða fegurðarmati mínu.

Nú sakna ég Havana en ég sór þess eið að koma þangað aldrei aftur. Ástæðuna fyrir því er ég ekki tilbúinn að upplýsa að svo stöddu.

Annars er ég búinn að vera duglegur við að ganga um bæinn og skoða mannlífið. Í gærmorgun var ég staddur á Ingólfstorgi og sá þá róna. Mér varð hugsað til bókarinnar sem Gunni er að skrifa og því bauð ég rónanum heim til Gunna þar sem við spjölluðum saman. Ég heyrði fullt af skemmtilegum sögum og tók upp tvær klukkustundir af efni inn á diktafóninn sem aðdáandi Gunna gaf honum í jólagjöf. Ég held að Gunni muni þakka mér kærlega fyrir þegar við hittumst á mánudaginn.

Í kvöld ætla ég að lyfta mér upp og skemmta mér með einhverjum af vinum Gunna. Í vikunni fór ég með Oddi og Jóni Erni á krá þar sem við fengum okkur bjór. Mér líst afar vel á vinahópinn hans Gunna og vona að ég fái að kynnast sem flestum. Ef þið viljið ná í mig þá er ég með símann hans Gunna, 659-9604.

Kær kveðja,

Raúl Gonzáles

1 Comments:

  • Vertu velkominn, Raúl, á bloggið hans Gunna!

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:09 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger